Ísland skapar mikla umræðu í Noregi um ESB aðild 9. maí 2009 09:37 Mikil umræða er nú í Noregi um aðildarviðræður við Evrópusambandið og hvort ekki sé réttast að Noregur fylgi Íslandi eftir fari svo að Íslendingar hefji sínar viðræður við ESB. Raunar voru stjórnarflokkarnir, sem mynda rauðgræna ríkisstjórn landsins sammála um að gera ESB ekki að kosningamáli en kosið verður til norska stórþingsins eftir fjóra mánuði. Þetta samkomulag er úr sögunni samkvæmt frétt í stærsta dagblaði Noregs, Verdens Gang. Þar er rætt við Raymond Johansen ritara Verkamannaflokksins (Ap) sem segir að flokkurinn verði að halda þeim möguleika opnum í næsta stjórnarsamstarfi að Noregur fari á ný í aðildarviðræður. Og þingmaðurinn Svein Roald Hansen segir að það væri ekki gáfulegt fyrir flokkinn að beygja sig undir vilja samstarfsflokka sinna í málinu. „Hann varar við að svipað „sjálfsmorðsákvæði" verði í nýjum stjórnarsáttmála og hinum gamla sem í raun myndi binda Ap við að dyrnar að ESB yrðu lokaðar í önnur fjögur ár," segir í blaðinu. Samkvæmt annarri frétt kemur fram að Hægri flokkurinn hefur töluverðar áhyggjur af framtíð þeirra strandhéraða Noregs sem háð eru sjávarútvegi ef Ísland verður meðlimur ESB. „Aðild Íslands að ESB gæti aukið atvinnuleysi meðfram strandlengju Noregs," segir Erna Solberg formaður Hægri flokksins. „Það yrði hagkvæmara fyrir ESB að vinna ýmsa hrávöru á Íslandi." Samkvæmt skoðanakönnun sem Verdens Gang birtir á vefsíðu sinni í dag kemur fram að 53,7% þjóðarinnar er andvíg aðild að ESB en 46,3% eru fylgjandi henni. Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Mikil umræða er nú í Noregi um aðildarviðræður við Evrópusambandið og hvort ekki sé réttast að Noregur fylgi Íslandi eftir fari svo að Íslendingar hefji sínar viðræður við ESB. Raunar voru stjórnarflokkarnir, sem mynda rauðgræna ríkisstjórn landsins sammála um að gera ESB ekki að kosningamáli en kosið verður til norska stórþingsins eftir fjóra mánuði. Þetta samkomulag er úr sögunni samkvæmt frétt í stærsta dagblaði Noregs, Verdens Gang. Þar er rætt við Raymond Johansen ritara Verkamannaflokksins (Ap) sem segir að flokkurinn verði að halda þeim möguleika opnum í næsta stjórnarsamstarfi að Noregur fari á ný í aðildarviðræður. Og þingmaðurinn Svein Roald Hansen segir að það væri ekki gáfulegt fyrir flokkinn að beygja sig undir vilja samstarfsflokka sinna í málinu. „Hann varar við að svipað „sjálfsmorðsákvæði" verði í nýjum stjórnarsáttmála og hinum gamla sem í raun myndi binda Ap við að dyrnar að ESB yrðu lokaðar í önnur fjögur ár," segir í blaðinu. Samkvæmt annarri frétt kemur fram að Hægri flokkurinn hefur töluverðar áhyggjur af framtíð þeirra strandhéraða Noregs sem háð eru sjávarútvegi ef Ísland verður meðlimur ESB. „Aðild Íslands að ESB gæti aukið atvinnuleysi meðfram strandlengju Noregs," segir Erna Solberg formaður Hægri flokksins. „Það yrði hagkvæmara fyrir ESB að vinna ýmsa hrávöru á Íslandi." Samkvæmt skoðanakönnun sem Verdens Gang birtir á vefsíðu sinni í dag kemur fram að 53,7% þjóðarinnar er andvíg aðild að ESB en 46,3% eru fylgjandi henni.
Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira