Robinson vann troðslukeppnina - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2009 11:48 Nate Robinson treður hér yfir Dwight Howard í nótt. Nordic Photos / Getty Images Stjörnuleikurinn í NBA-deildinni í körfubolta fer fram í Phoenix í kvöld en í gærkvöldi fór fram hin fræga troðslukeppni. Það var Nate Robinson, leikmaður New York, sem bar sigur úr býtum í henni og hafði hann betur gegn ríkjandi meistara, Dwight Howard hjá Orlando. Það er talsverður hæðarmunur á þessum tveimur en Robinson er ekki nema 1,75 m á hæð sem gerir sigur hans þeim mun merkilegri. Robinson fékk 52 prósent atkvæða áhorfenda sem kusu en hann vann þessa keppni einnig árið 2006. Robinson fékk leyfi hjá Howard til að stökkva yfir hann í troðslunni sinni og dugði það til að færa honum sigurinn enda er Howard 2,11 m á hæð. Robinson átti reyndar ekki von á því að Howard væri til í að gera þetta fyrir hann. „Ég spurði hann í lyftunni á föstudaginn," sagði Robinson. „Hann sagðist alveg vera til í þetta en ég hélt að han væri að grínast." „Þetta snýst bara um að skemmta sér og öðrum," sagði Howard um troðsluna. „Og hann vann mjög sanngjarnan sigur. Áhorfendur elskuðu troðsluna en við vorum að reyna að búa til flotta sýningu fyrir þá. Um það snýst stjörnuhelgin og skiptir það engu máli hver vinnur og hver tapar." Smelltu hér til að sjá myndband af umræddri troðslu. Hér má sjá samantakt af allri troðslukeppninni. Howard byrjaði reyndar mjög vel í keppninni og var fyrsta troðslan hans sérstaklega áhugaverð. Hann hljóp inn í símaklefa rétt utan vallarins, kom aftur klæddur Superman-búningi og tróð með miklum tilþrifum. Eftir keppnina var það mál manna að Robinson myndi héðan í frá ganga undir nafninu Krypto-Nate. Daequan Cook vann sigur í þriggja stiga skotkeppnina eftir harða keppni við Rashard Lewis, leikmann Orlando en Cook leikur með Miami. Þar með lauk tveggja ára sigurgöngu Jason Kapono. Þá var einnig keppt í H-O-R-S-E sem íslenskir körfuboltaunnendur þekkja betur sem A-S-N-I. Þar var það Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, sem bar sigur úr býtum í keppni við þá OJ Mayo og Joe Johnson þó svo að Durant hafi verið fyrstur til að fá fjóra stafi í keppninni. Stjörnuleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst útsending klukkan 01.15 eftir miðnætti í kvöld.Smelltu hér til að sjá samantekt af öllum keppnum gærkvölsins. NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Stjörnuleikurinn í NBA-deildinni í körfubolta fer fram í Phoenix í kvöld en í gærkvöldi fór fram hin fræga troðslukeppni. Það var Nate Robinson, leikmaður New York, sem bar sigur úr býtum í henni og hafði hann betur gegn ríkjandi meistara, Dwight Howard hjá Orlando. Það er talsverður hæðarmunur á þessum tveimur en Robinson er ekki nema 1,75 m á hæð sem gerir sigur hans þeim mun merkilegri. Robinson fékk 52 prósent atkvæða áhorfenda sem kusu en hann vann þessa keppni einnig árið 2006. Robinson fékk leyfi hjá Howard til að stökkva yfir hann í troðslunni sinni og dugði það til að færa honum sigurinn enda er Howard 2,11 m á hæð. Robinson átti reyndar ekki von á því að Howard væri til í að gera þetta fyrir hann. „Ég spurði hann í lyftunni á föstudaginn," sagði Robinson. „Hann sagðist alveg vera til í þetta en ég hélt að han væri að grínast." „Þetta snýst bara um að skemmta sér og öðrum," sagði Howard um troðsluna. „Og hann vann mjög sanngjarnan sigur. Áhorfendur elskuðu troðsluna en við vorum að reyna að búa til flotta sýningu fyrir þá. Um það snýst stjörnuhelgin og skiptir það engu máli hver vinnur og hver tapar." Smelltu hér til að sjá myndband af umræddri troðslu. Hér má sjá samantakt af allri troðslukeppninni. Howard byrjaði reyndar mjög vel í keppninni og var fyrsta troðslan hans sérstaklega áhugaverð. Hann hljóp inn í símaklefa rétt utan vallarins, kom aftur klæddur Superman-búningi og tróð með miklum tilþrifum. Eftir keppnina var það mál manna að Robinson myndi héðan í frá ganga undir nafninu Krypto-Nate. Daequan Cook vann sigur í þriggja stiga skotkeppnina eftir harða keppni við Rashard Lewis, leikmann Orlando en Cook leikur með Miami. Þar með lauk tveggja ára sigurgöngu Jason Kapono. Þá var einnig keppt í H-O-R-S-E sem íslenskir körfuboltaunnendur þekkja betur sem A-S-N-I. Þar var það Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, sem bar sigur úr býtum í keppni við þá OJ Mayo og Joe Johnson þó svo að Durant hafi verið fyrstur til að fá fjóra stafi í keppninni. Stjörnuleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst útsending klukkan 01.15 eftir miðnætti í kvöld.Smelltu hér til að sjá samantekt af öllum keppnum gærkvölsins.
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira