Misheppnað upphafshögg Murray sendi konu á spítala Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. apríl 2009 19:00 Murray kemst tæplega á PGA-mótaröðina á næstunni. Nordic Photos/Getty Images Gamanleikarinn Bill Murray átti líklega eitt versta upphafshögg golfsögunnar í dag. Murray, sem tekur þátt í móti þar sem atvinnumenn og frægt fólk spilar saman, hitti boltann svo illa í upphafshöggi sínu að hann fór af brautinni, yfir götu og inn í garð hjá saklausu fólki. Vildi ekki betur til en svo að boltinn fór beint í húsmóðirina á heimilinu sem var að fylgjast með mótinu úr garðinum sínum. Hún meiddist svo illa að það þurfti að flytja hana á spítala. „Ég sá ekki boltann almennilega og vissi ekki hvort hann var inn á braut eður ei. Svo kemur maður á bíl til mín og tjáir mér að ég hafi skotið í konu sem þess utan liggi óvíg eftir. Það er ekki skemmtileg reynsla og ætti að renna af flestum við slík tíðindi," sagði Murray sem fór og hitti konuna á spítalanum. „Hún var himinlifandi að hitta mig því hún sagðist hafa verið að reyna að sjá mig úr garðinum sínum. Maðurinn hennar var þess utan nýbúinn að óska þess að ég myndi slá boltanum í átt að þeim." Murray játaði síðar að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hitti áhorfanda við að spila gold. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Gamanleikarinn Bill Murray átti líklega eitt versta upphafshögg golfsögunnar í dag. Murray, sem tekur þátt í móti þar sem atvinnumenn og frægt fólk spilar saman, hitti boltann svo illa í upphafshöggi sínu að hann fór af brautinni, yfir götu og inn í garð hjá saklausu fólki. Vildi ekki betur til en svo að boltinn fór beint í húsmóðirina á heimilinu sem var að fylgjast með mótinu úr garðinum sínum. Hún meiddist svo illa að það þurfti að flytja hana á spítala. „Ég sá ekki boltann almennilega og vissi ekki hvort hann var inn á braut eður ei. Svo kemur maður á bíl til mín og tjáir mér að ég hafi skotið í konu sem þess utan liggi óvíg eftir. Það er ekki skemmtileg reynsla og ætti að renna af flestum við slík tíðindi," sagði Murray sem fór og hitti konuna á spítalanum. „Hún var himinlifandi að hitta mig því hún sagðist hafa verið að reyna að sjá mig úr garðinum sínum. Maðurinn hennar var þess utan nýbúinn að óska þess að ég myndi slá boltanum í átt að þeim." Murray játaði síðar að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hitti áhorfanda við að spila gold.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira