Viðskipti erlent

Nýtt General Motors út úr gjaldþroti

Fritz Henderson, forstjóri nýja General Motors,
Fritz Henderson, forstjóri nýja General Motors,
Nýtt félag um bandaríska bílaframleiðslufyrirtækið General Motors hefur verið stofnað en rúmur mánuður er síðan að fyrirtækið fór fram á að vera tekið til gjaldþrotaskipta. Það var þriðja stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Endurreisnarferlið tók mun skemmri tíma en margir þorðu að vona.

Fritz Henderson, forstjóri General Motors, segir að nú hefjist nýtt tímabil í sögu fyrirtækisins sem mun framleiða fjögur þekkt auðkenni, þar á meðal Cadillac.

Bandaríska ríkið á 61% hlut í hinu nýja fyrirtæki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×