NBA í nótt: Sacramento vann í þríframlengdum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2009 09:43 Leikmenn Sacramento fagna sigrinum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Sacramento vann sigur á Golden State, 135-133, í þríframlengdum leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Þá tapaði LA Lakers fyrir San Antonio. Það var John Salmons sem tryggði Sacramento sigur á endanum með körfu þegar 1,6 sekúndur voru til loka þriðju framlengingarinnar. Golden State náði að koma skoti áður en leiktíminn rann út en það geigaði. Þetta var fyrsti sigur Sacramento á útivelli í síðustu þrettán útileikjum liðsins í deildinni. Salmons var með 25 stig í leiknum og fjórtán fráköst en Brad Miller var stigahæstur með 30 stig og 22 fráköst. Jamal Crawford skoraði 35 stig fyrir Golden State og CJ Watson 26. San Antonio vann LA Lakers, 112-111, en þetta var í fyrsta sinn sem liðin mætast síðan í úrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra. Þá vann Lakers sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar en í nótt náði San Antonio að hefna fyrir ófarirnar. Lakers lenti mest ellefu stigum undir í fjórða leikhluta en náði að að komast tveimur stigum yfir er Kobe Bryant setti niður þrist þegar tólf sekúndur voru eftir. Roger Mason reyndist svo hetja San Antonio er hann setti niður skot og fiskaði um leið víti sem hann svo nýtti. Það reyndist sigurkarfa leiksins. Lakers átti reyndar tækifæri til að komast aftur yfir í síðustu sókn leiksins en boltinn var dæmdur af liðinu er Trevor Ariza gerðist sekur um að taka of mörg skref með boltann þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 27 stig og þeir Tim Dunan og Tony Parker komu næstur með 20 stig hvor. Hja Lakers var Kobe stigahæstur með 29 stig auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst. Pau Gason kom næstur með 21 stig. Boston vann New Jersey, 118-86, og þar með sinn þriðja sigur í röð. Sigur Boston var öruggur en Paul Pierce skoraði 22 stig í leiknum, þar af átján í þriðja leikhluta. Kevin Garnett skoraði 20 stig. New Orleans vann Dallas, 104-97. Chris Paul var ótrúlega nálægt því að ná fjórfaldri tvennu í leiknum en hann átti ótrúlegan leik. Hann skoraði 33 stig, gaf ellefu stoðsendingar, tók tíu fráköst og stal sjö boltum. Indiana vann Detroit, 110-106. Danny Granger skoraði 24 stig, TJ Ford 23 og Troy Murphy átján fyrir Indiana. Rodney Stuckey skoraði 30 stig fyrir Detroit. Philadelphia vann Portland, 100-79. Andre Iguodala skoraði 30 stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fimmta sigur í röð. Chicago vann Torotno, 102-98. Nýliðinn Derrick Rose skoraði 25 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Luol Deng var með sextán stig og fjórtán fráköst. Miami vann Milwaukee, 102-99. Daequan Cook setti niður sex þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. Dwyane Wade skoraði sautján stig og var með þrettán stoðsendingar. Oklahoma vann óvæntan sigur á Utah, 114-93. Jeff Green var með 23 stig, Russell Westbrook 22 og Kevin Durant 21. New York vann Washington, 128-122. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Sacramento vann sigur á Golden State, 135-133, í þríframlengdum leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Þá tapaði LA Lakers fyrir San Antonio. Það var John Salmons sem tryggði Sacramento sigur á endanum með körfu þegar 1,6 sekúndur voru til loka þriðju framlengingarinnar. Golden State náði að koma skoti áður en leiktíminn rann út en það geigaði. Þetta var fyrsti sigur Sacramento á útivelli í síðustu þrettán útileikjum liðsins í deildinni. Salmons var með 25 stig í leiknum og fjórtán fráköst en Brad Miller var stigahæstur með 30 stig og 22 fráköst. Jamal Crawford skoraði 35 stig fyrir Golden State og CJ Watson 26. San Antonio vann LA Lakers, 112-111, en þetta var í fyrsta sinn sem liðin mætast síðan í úrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra. Þá vann Lakers sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar en í nótt náði San Antonio að hefna fyrir ófarirnar. Lakers lenti mest ellefu stigum undir í fjórða leikhluta en náði að að komast tveimur stigum yfir er Kobe Bryant setti niður þrist þegar tólf sekúndur voru eftir. Roger Mason reyndist svo hetja San Antonio er hann setti niður skot og fiskaði um leið víti sem hann svo nýtti. Það reyndist sigurkarfa leiksins. Lakers átti reyndar tækifæri til að komast aftur yfir í síðustu sókn leiksins en boltinn var dæmdur af liðinu er Trevor Ariza gerðist sekur um að taka of mörg skref með boltann þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 27 stig og þeir Tim Dunan og Tony Parker komu næstur með 20 stig hvor. Hja Lakers var Kobe stigahæstur með 29 stig auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst. Pau Gason kom næstur með 21 stig. Boston vann New Jersey, 118-86, og þar með sinn þriðja sigur í röð. Sigur Boston var öruggur en Paul Pierce skoraði 22 stig í leiknum, þar af átján í þriðja leikhluta. Kevin Garnett skoraði 20 stig. New Orleans vann Dallas, 104-97. Chris Paul var ótrúlega nálægt því að ná fjórfaldri tvennu í leiknum en hann átti ótrúlegan leik. Hann skoraði 33 stig, gaf ellefu stoðsendingar, tók tíu fráköst og stal sjö boltum. Indiana vann Detroit, 110-106. Danny Granger skoraði 24 stig, TJ Ford 23 og Troy Murphy átján fyrir Indiana. Rodney Stuckey skoraði 30 stig fyrir Detroit. Philadelphia vann Portland, 100-79. Andre Iguodala skoraði 30 stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fimmta sigur í röð. Chicago vann Torotno, 102-98. Nýliðinn Derrick Rose skoraði 25 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Luol Deng var með sextán stig og fjórtán fráköst. Miami vann Milwaukee, 102-99. Daequan Cook setti niður sex þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. Dwyane Wade skoraði sautján stig og var með þrettán stoðsendingar. Oklahoma vann óvæntan sigur á Utah, 114-93. Jeff Green var með 23 stig, Russell Westbrook 22 og Kevin Durant 21. New York vann Washington, 128-122.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira