Enski boltinn

Hleb sér eftir því að hafa farið frá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Hleb fékk lítið að spila hjá Barcelona.
Alexander Hleb fékk lítið að spila hjá Barcelona. Nordic Photos / AFP

Alexander Hleb sér mikið eftir því að hafa farið frá Arsenal til Barcelona síðastliðið sumar en hann fékk lítið að spila með Börsungum í vetur.

Hann var lánaður nú í sumar til Stuttgart í Þýskalandi sem hann lék með á árunum 2000 til 2005.

„Ég sé auðvitað eftir því að hafa farið frá Arsenal," sagði hann við ESPN-sjónvarpsstöðina. „Þá var ég að spila í hverri viku með einu mest spennandi liði í Evrópu, liði sem var alltaf meðal efstu fjögurru liðanna í ensku úrvalsdeildinni og gerði tilkall til Evrópumeistaratitilsins."

„Þar að auki var ég með einn besta þjálfara heims, Arsene Wenger. Ég á honum mikið að þakka. Það er enginn leikmaður sem versnar undir hans stjórn. Það var ekki skynsamlegt hjá mér að fara frá Arsenal."

Barcelona varð þrefaldur meistari í vor en Hleb getur ekki neitað því að hann gat lítið fagnað með félögum sínum.

„Menn eru aðeins knattspyrnumenn þegar þeir eru inn á vellinum og leggja sitt af mörkum," sagði Hleb.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×