Betra hefði verið að taka ekki við styrkjunum árið 2006 14. apríl 2009 18:30 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir að styrkir til flokksins frá fjársterkum fyrirtækjum árið 2006 hafi verið óeðlilegir eftir á að hyggja. Betra hefði verið að taka ekki við þeim. Á sínum tíma hafi það hins vegar horft öðruvísi við. Styrkir til Samfylkingar margfölduðust árið 2006 frá árunum á undan. Fjárhagsstaða flokksins í árslok 2005 var slæm og skuldaði flokkurinn yfir 50 milljónir króna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingar, baðst undan viðtali en sagði meðal annars þetta um málið í samtali við fréttastofu: ,,Í ársbyrjun 2006 hófst fjársöfnun, sem fór fram með vitund og vilja mínum. Skrifstofa flokksins skipulagði átakið, en leitað var til 30 fyrirtækja og fékkst samtals 36 milljóna króna stuðningur frá 15 þeirra, hæsti styrkurinn nam 5 milljónum. Við byrjuðum á þessu mun fyrr en lög voru sett um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka, en vissum hins vegar af þeim breytingum sem framundan voru. Ljóst var að erfitt yrði að fara með tugmilljóna skuldir inn í nýtt umhverfi og kosningaárið 2007 var framundan." Því var ráðist í fjársöfnunina að sögn Ingibjargar og segist hún hafa haft milligöngu um að tala við fyrirtæki, líkt og ýmsir aðrir flokksmenn. ,,Í ljósi þess sem síðan hefur gerst er þetta óeðlilegt og hefði betur verið látið ógert. Árið 2006 þótti hins vegar ekkert athugavert við þetta, upphæðirnar voru í samræmi við það sem þá var í gangi - ekki bara sem styrkir til stjórnmálaflokka, en einnig til félagasamtaka og annarra. Þetta var það umhverfi sem stjórnmálaflokkar bjuggu við á þessu tíma, þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Sem betur fer er það breytt." Og þess má geta að umdeildir risastyrkir til Sjálfstæðisflokksins voru ræddir á fundi þingflokksins í dag, en ákveðið var að flokksmenn settu undir sig hausinn og keyrðu inn í kosningabaráttuna, eins og einn þingmaðurinn orðaði það. Að sögn formanns flokksins er staða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar óbreytt. Kosningar 2009 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir að styrkir til flokksins frá fjársterkum fyrirtækjum árið 2006 hafi verið óeðlilegir eftir á að hyggja. Betra hefði verið að taka ekki við þeim. Á sínum tíma hafi það hins vegar horft öðruvísi við. Styrkir til Samfylkingar margfölduðust árið 2006 frá árunum á undan. Fjárhagsstaða flokksins í árslok 2005 var slæm og skuldaði flokkurinn yfir 50 milljónir króna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi formaður Samfylkingar, baðst undan viðtali en sagði meðal annars þetta um málið í samtali við fréttastofu: ,,Í ársbyrjun 2006 hófst fjársöfnun, sem fór fram með vitund og vilja mínum. Skrifstofa flokksins skipulagði átakið, en leitað var til 30 fyrirtækja og fékkst samtals 36 milljóna króna stuðningur frá 15 þeirra, hæsti styrkurinn nam 5 milljónum. Við byrjuðum á þessu mun fyrr en lög voru sett um hámarksstyrki til stjórnmálaflokka, en vissum hins vegar af þeim breytingum sem framundan voru. Ljóst var að erfitt yrði að fara með tugmilljóna skuldir inn í nýtt umhverfi og kosningaárið 2007 var framundan." Því var ráðist í fjársöfnunina að sögn Ingibjargar og segist hún hafa haft milligöngu um að tala við fyrirtæki, líkt og ýmsir aðrir flokksmenn. ,,Í ljósi þess sem síðan hefur gerst er þetta óeðlilegt og hefði betur verið látið ógert. Árið 2006 þótti hins vegar ekkert athugavert við þetta, upphæðirnar voru í samræmi við það sem þá var í gangi - ekki bara sem styrkir til stjórnmálaflokka, en einnig til félagasamtaka og annarra. Þetta var það umhverfi sem stjórnmálaflokkar bjuggu við á þessu tíma, þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Sem betur fer er það breytt." Og þess má geta að umdeildir risastyrkir til Sjálfstæðisflokksins voru ræddir á fundi þingflokksins í dag, en ákveðið var að flokksmenn settu undir sig hausinn og keyrðu inn í kosningabaráttuna, eins og einn þingmaðurinn orðaði það. Að sögn formanns flokksins er staða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar óbreytt.
Kosningar 2009 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira