Fangar á Litla-Hrauni kjósa til Alþingis í dag Breki Logason skrifar 22. apríl 2009 12:00 Töluverður áhugi er meðal fanga á komandi kosningum en þeir munu kjósa utan kjörfundar í dag. Fulltrúi sýslumanns á Selfossi kemur í fangelsið og þeir sem vilja geta tekið þátt. Um 90 fangar eru á Litla-Hrauni nú en af þeim eru einhverjir útlendingar sem ekki hafa kosningarétt. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur rætt við kjósendur á Litla Hrauni í aðdraganda kosninganna. Margrét Frímannsdóttir fangelsismálastjóri segir að fulltrúi frá kosningaeftirliti ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) hafa óskað eftir því að vera viðstaddur kosninguna sem fer fram í dag. Hún segir að töluverður áhugi sé meðal fanga og í sama streng tekur Jón Sigurðsson deildarstjóri á Litla-Hrauni. „Miðað við áhugann sem við höfum fundið fyrir hér, þá munu langflestir taka þátt í kosningunum," segir Jón en fangar hafa ekki alltaf mátt kjósa utankjörfundar. Áður fyrr þurfti að keyra þá á Selfossi en fyrir skömmu var bætt við einu orði í kosningalögin sem heimilaði föngum að kjósa utan kjörfundar. Fulltrúi sýslumanns mætir með atkvæðaseðla í fangelsið í dag en það er síðan undir föngunum sjálfum komið að skila þeim í rétt kjördæmi en í einu herbergi hefur verið útbúinn nokkurskonar kjörklefi. „Menn vilja nýta kosningaréttinn og taka þannig þátt í samfélaginu," segir Jón. Aðspurður hvort flokkarnir hafi verið duglegir að mæta í fangelsið og ræða við kjósendur segir Jón svo ekki vera. „Það voru reyndar einhverjir framsóknarmenn að labba hérna um í gær." Margrét Frímannsdóttir fangelsismálastjóri sat áður á þingi fyrir Samfylkinguna en Jón segir hana ekki hafa verið á atkvæðaveiðum innan fangelsins. „Margrét er það stórkostleg að hún veit alveg hvað hún á að syngja og hvað ekki," segir Jón og hlær. Kosningar 2009 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Töluverður áhugi er meðal fanga á komandi kosningum en þeir munu kjósa utan kjörfundar í dag. Fulltrúi sýslumanns á Selfossi kemur í fangelsið og þeir sem vilja geta tekið þátt. Um 90 fangar eru á Litla-Hrauni nú en af þeim eru einhverjir útlendingar sem ekki hafa kosningarétt. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur rætt við kjósendur á Litla Hrauni í aðdraganda kosninganna. Margrét Frímannsdóttir fangelsismálastjóri segir að fulltrúi frá kosningaeftirliti ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) hafa óskað eftir því að vera viðstaddur kosninguna sem fer fram í dag. Hún segir að töluverður áhugi sé meðal fanga og í sama streng tekur Jón Sigurðsson deildarstjóri á Litla-Hrauni. „Miðað við áhugann sem við höfum fundið fyrir hér, þá munu langflestir taka þátt í kosningunum," segir Jón en fangar hafa ekki alltaf mátt kjósa utankjörfundar. Áður fyrr þurfti að keyra þá á Selfossi en fyrir skömmu var bætt við einu orði í kosningalögin sem heimilaði föngum að kjósa utan kjörfundar. Fulltrúi sýslumanns mætir með atkvæðaseðla í fangelsið í dag en það er síðan undir föngunum sjálfum komið að skila þeim í rétt kjördæmi en í einu herbergi hefur verið útbúinn nokkurskonar kjörklefi. „Menn vilja nýta kosningaréttinn og taka þannig þátt í samfélaginu," segir Jón. Aðspurður hvort flokkarnir hafi verið duglegir að mæta í fangelsið og ræða við kjósendur segir Jón svo ekki vera. „Það voru reyndar einhverjir framsóknarmenn að labba hérna um í gær." Margrét Frímannsdóttir fangelsismálastjóri sat áður á þingi fyrir Samfylkinguna en Jón segir hana ekki hafa verið á atkvæðaveiðum innan fangelsins. „Margrét er það stórkostleg að hún veit alveg hvað hún á að syngja og hvað ekki," segir Jón og hlær.
Kosningar 2009 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira