Árni Páll kallaði andstæðinga sína fífl Valur Grettisson skrifar 16. apríl 2009 11:03 Árni Páll og Siv Friðleifsdóttir voru saman á framboðsfundi í Garðabæ þar sem hann kallaði andstæðinga sína fífl. Þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og oddviti listans, Árni Páll Árnason, kallaði pólitíska andstæðinga sína fífl á fjölmennum og vel heppnuðum framboðsfundi sem haldinn var í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gær. Samkvæmt menntaskólanema sem sat í sal sem Vísir ræddi við þá var mikill hiti í frambjóðendum á fundinum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, frambjóðandi Vinstri grænna tókst harkalega á við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um skattamál. Þó bar hæst þegar Árni Páll Árnason var að svara fyrirspurnum úr sal, þá sagði hann andstæðinga sína fífl, það er að segja Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Þeir sem fylgdust með sögðu orðin hafa fallið í grýttan jarðveg. Í raun hefðu þau verið úr takti við annað á þessum fundi og svo virðist sem Árni hefði snöggreiðst eins og einn neminn orðaði það. Í lokin sagði Siv Friðleifsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins, að þessi fundur væri sennilega talsvert ruglandi fyrir menntaskólanemanna í ljósi þess að stjórnmálamenn kalla andstæðinga sína sjaldnast fífl. Framsóknarmaðurinn Hlini Melsted Jóngeirsson var á fundinum og bloggaði um málið á heimasíðu sinni. Þegar Vísir ræddi við hann sagði hann orðin hafa komið flestum í opna skjöldu. „Árni Páll var bara úti að aka. Oddviti flokks lætur ekki svona út úr sér," sagði hann hneykslaður á Samfylkingarmanninum. Þegar leitað var viðbragða hjá Siv Friðleifsdóttur vegna málsins vildi hún ekki tjá sig um málið, hún tæki ekki þátt í ómálefnalegri orðræðu Árna Páls. Sjálfstæðiskonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir var á fundinum en ekki náðist í hana til þess að bera undir hana ummæli Árna. Kosningar 2009 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og oddviti listans, Árni Páll Árnason, kallaði pólitíska andstæðinga sína fífl á fjölmennum og vel heppnuðum framboðsfundi sem haldinn var í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gær. Samkvæmt menntaskólanema sem sat í sal sem Vísir ræddi við þá var mikill hiti í frambjóðendum á fundinum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, frambjóðandi Vinstri grænna tókst harkalega á við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um skattamál. Þó bar hæst þegar Árni Páll Árnason var að svara fyrirspurnum úr sal, þá sagði hann andstæðinga sína fífl, það er að segja Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Þeir sem fylgdust með sögðu orðin hafa fallið í grýttan jarðveg. Í raun hefðu þau verið úr takti við annað á þessum fundi og svo virðist sem Árni hefði snöggreiðst eins og einn neminn orðaði það. Í lokin sagði Siv Friðleifsdóttir, frambjóðandi Framsóknarflokksins, að þessi fundur væri sennilega talsvert ruglandi fyrir menntaskólanemanna í ljósi þess að stjórnmálamenn kalla andstæðinga sína sjaldnast fífl. Framsóknarmaðurinn Hlini Melsted Jóngeirsson var á fundinum og bloggaði um málið á heimasíðu sinni. Þegar Vísir ræddi við hann sagði hann orðin hafa komið flestum í opna skjöldu. „Árni Páll var bara úti að aka. Oddviti flokks lætur ekki svona út úr sér," sagði hann hneykslaður á Samfylkingarmanninum. Þegar leitað var viðbragða hjá Siv Friðleifsdóttur vegna málsins vildi hún ekki tjá sig um málið, hún tæki ekki þátt í ómálefnalegri orðræðu Árna Páls. Sjálfstæðiskonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir var á fundinum en ekki náðist í hana til þess að bera undir hana ummæli Árna.
Kosningar 2009 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira