Traust eykst á evrópskum markaði 1. október 2009 05:00 Bankar og fjármálafyrirtæki á evrusvæðinu sóttu um tæplega helmingi lægra lán hjá evrópska seðlabankanum en búist var við. Fréttablaðið/ap Evrópski seðlabankinn mun lána 589 bönkum og fjármálafyrirtækjum á evrusvæðinu 75,2 milljarða evra, jafnvirði rúmra 13.700 milljarða króna, til næstu tólf mánaða. Þetta er tæplega helmingi lægri upphæð en fjármálasérfræðingar höfðu almennt reiknað með að bankarnir myndu sækja sér. Bloomberg-fréttaveitan segir þetta merki um að traust sé að aukast á millibankamarkaði. Seðlabankinn setti prentvélarnar í gang og opnaði hirslur sínar í ársbyrjun með það fyrir augum að blása lífi í lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja en útlán drógust hratt saman við upphaf fjármálakreppunnar. Í kjölfarið lækkuðu stýrivextir helstu seðlabanka heims hratt og eru vextir evrópska seðlabankans nú eitt prósent. Bloomberg bendir jafnframt á að vextir á millibankamarkaði á evrusvæðinu hafi lækkaði mjög, farið úr 5,24 prósentum fyrir ári niður í 0,74 prósent nú. Þeir hafa aldrei verið lægri. Þetta var í annað sinn sem bönkum á evrusvæðinu gafst kostur á að sækja sér fé með þessum hætti í skugga hremminga og vantrausts á fjármálamörkuðum. Þeir fengu 442 milljarða evra í júní síðastliðnum og verður lánaglugginn opnaður í þriðja sinn í árslok. - jab Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Evrópski seðlabankinn mun lána 589 bönkum og fjármálafyrirtækjum á evrusvæðinu 75,2 milljarða evra, jafnvirði rúmra 13.700 milljarða króna, til næstu tólf mánaða. Þetta er tæplega helmingi lægri upphæð en fjármálasérfræðingar höfðu almennt reiknað með að bankarnir myndu sækja sér. Bloomberg-fréttaveitan segir þetta merki um að traust sé að aukast á millibankamarkaði. Seðlabankinn setti prentvélarnar í gang og opnaði hirslur sínar í ársbyrjun með það fyrir augum að blása lífi í lánveitingar til einstaklinga og fyrirtækja en útlán drógust hratt saman við upphaf fjármálakreppunnar. Í kjölfarið lækkuðu stýrivextir helstu seðlabanka heims hratt og eru vextir evrópska seðlabankans nú eitt prósent. Bloomberg bendir jafnframt á að vextir á millibankamarkaði á evrusvæðinu hafi lækkaði mjög, farið úr 5,24 prósentum fyrir ári niður í 0,74 prósent nú. Þeir hafa aldrei verið lægri. Þetta var í annað sinn sem bönkum á evrusvæðinu gafst kostur á að sækja sér fé með þessum hætti í skugga hremminga og vantrausts á fjármálamörkuðum. Þeir fengu 442 milljarða evra í júní síðastliðnum og verður lánaglugginn opnaður í þriðja sinn í árslok. - jab
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira