Japanskar húsmæður veðja á veikingu jensins 14. maí 2009 10:53 Sjálfstæðir fjárfestar í Japan þ.e. húsmæður, ellilífeyrisþegar og viðskiptamenn, veðja nú á það í miklum mæli að jenið muni veikjast þegar meiri stöðugleiki kemst á efnahag landsins. Þetta er gert í svokölluðum álagsviðskiptum (carry trade) en slík viðskipti lögðust nær af í Japan á síðasta ári. Bloomberg-fréttaveitan segir að álagsviðskiptin séu nú þau mestu á undanförnum sex mánuðum þar sem fyrrgreindir fjárfestar taka stöðu gegn jeninu í gjaldmiðlum á borð við evruna og ástralska dollarann. Fyrrgreindir fjárfestar ganga undir nafninu „húsmæður" í Japan því hefð er fyrir því þar í landi að húsmóðirin annist fjármál fjölskyldunnar. Samkvæmt Japansbanka á þessi hópur samtals tæplega 15 trilljónir dollara í uppsöfnuðum sparnaði. Hópurinn er að auka við sparnað sinn eftir að Japansbanki setti stýrivexti sínar niður í 0,1%. Með því að selja jen gegn evrunni getur hann aukið sparnaðinn um 3,4% fyrir áramótin. Yoshisada Ishide sem annast 1,8 milljarða dollara sjóð hjá Daiwa í Tókýó segir að húsmæðurnar trúi því að fjármálakreppunni sé lokið og uppsveifla að fara í gang að nýju. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Sjálfstæðir fjárfestar í Japan þ.e. húsmæður, ellilífeyrisþegar og viðskiptamenn, veðja nú á það í miklum mæli að jenið muni veikjast þegar meiri stöðugleiki kemst á efnahag landsins. Þetta er gert í svokölluðum álagsviðskiptum (carry trade) en slík viðskipti lögðust nær af í Japan á síðasta ári. Bloomberg-fréttaveitan segir að álagsviðskiptin séu nú þau mestu á undanförnum sex mánuðum þar sem fyrrgreindir fjárfestar taka stöðu gegn jeninu í gjaldmiðlum á borð við evruna og ástralska dollarann. Fyrrgreindir fjárfestar ganga undir nafninu „húsmæður" í Japan því hefð er fyrir því þar í landi að húsmóðirin annist fjármál fjölskyldunnar. Samkvæmt Japansbanka á þessi hópur samtals tæplega 15 trilljónir dollara í uppsöfnuðum sparnaði. Hópurinn er að auka við sparnað sinn eftir að Japansbanki setti stýrivexti sínar niður í 0,1%. Með því að selja jen gegn evrunni getur hann aukið sparnaðinn um 3,4% fyrir áramótin. Yoshisada Ishide sem annast 1,8 milljarða dollara sjóð hjá Daiwa í Tókýó segir að húsmæðurnar trúi því að fjármálakreppunni sé lokið og uppsveifla að fara í gang að nýju.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira