Cayman eyjar á barmi gjaldþrots og íhuga skattheimtu 2. september 2009 09:16 Hið opinbera á Cayman eyjum rambar nú á barmi gjaldþrots og hafa stjórnvöld því íhugað að koma á fót skattheimtu á eyjunum til að bregðast við ástandinu. Bresk stjórnvöld, sem eyjarnar heyra undir, hafa hafnað því að draga stjórn Cayman að landi hvað þetta varðar. Fjöldi af auðugasta fólki heimsins hefur löngum sleikt sólina á Cayman eyjum og notað þær sem skattaskjól. Þarna er skráður mesti fjölda vogunarsjóða í heiminum og þar er fimmtu stærstu bankamiðstöð heimsins að finna. Þessir aðilar borga ekki skatta heldur aðeins minniháttar gjöld fyrir að fá að starfa á eyjunum. En það hefur ekki dugað til að halda uppi opinberri þjónustu á eyjunum. Opinberir starfsmenn fá ekki lengur lífeyrisgreiðslur eða sjúkratryggingar greiddar í launaumslögum sínum. Verktakar og aðrir sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hafa ekki fengið reikninga sína greidda. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian grátbað landsstjóri Cayman-eyja, William Mckeeva Bush, bresk stjórnvöld um 190 milljón punda lán. Svarið á móti var krafa um að eyjarnar myndu draga úr lántökum sínum og skera niður skuldir sínar. Í bréfi frá breska fjármálaráðuneytinu var Bush bent á að taka upp skatta, til dæmis tekju- og eignaskatta. Þetta hefur sent skjálftabylgju út meðal vellauðugra íbúa á eyjunum. Bæði Paul Allen annar stofnandi Microsoft og kylfingurinn Tiger Woods eru með heimahöfn fyrir snekkjur sínar á eyjunum. Hinir vellauðugu eru þó aðeins brot af íbúafjöldanum á Cayman. Langflestir eyjaskeggja eru fátækt fólk sem lifir í einföldum einnar hæðar múrsteinshúsum. Flestir þeirra lifa af því að þjónusta hina auðugu. Það er fjármálakreppan í heiminum sem skilið hefur eftir risastórt gat í fjárlögum eyjarinnar og þar að auki hafa bandarískir ferðamenn ekki lengur efni á að koma í heimsóknir. Fjárlagagatið stafar einkum af því að á uppgangsárunum, áður en bólan sprakk, var farið í viðamiklar endurbætur á úr sér gengnum innviðum eyjarinar. Endurbætur sem voru fjármagnaðar með lánum. Veislan er búin en reikningarnir bíða. Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hið opinbera á Cayman eyjum rambar nú á barmi gjaldþrots og hafa stjórnvöld því íhugað að koma á fót skattheimtu á eyjunum til að bregðast við ástandinu. Bresk stjórnvöld, sem eyjarnar heyra undir, hafa hafnað því að draga stjórn Cayman að landi hvað þetta varðar. Fjöldi af auðugasta fólki heimsins hefur löngum sleikt sólina á Cayman eyjum og notað þær sem skattaskjól. Þarna er skráður mesti fjölda vogunarsjóða í heiminum og þar er fimmtu stærstu bankamiðstöð heimsins að finna. Þessir aðilar borga ekki skatta heldur aðeins minniháttar gjöld fyrir að fá að starfa á eyjunum. En það hefur ekki dugað til að halda uppi opinberri þjónustu á eyjunum. Opinberir starfsmenn fá ekki lengur lífeyrisgreiðslur eða sjúkratryggingar greiddar í launaumslögum sínum. Verktakar og aðrir sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hafa ekki fengið reikninga sína greidda. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian grátbað landsstjóri Cayman-eyja, William Mckeeva Bush, bresk stjórnvöld um 190 milljón punda lán. Svarið á móti var krafa um að eyjarnar myndu draga úr lántökum sínum og skera niður skuldir sínar. Í bréfi frá breska fjármálaráðuneytinu var Bush bent á að taka upp skatta, til dæmis tekju- og eignaskatta. Þetta hefur sent skjálftabylgju út meðal vellauðugra íbúa á eyjunum. Bæði Paul Allen annar stofnandi Microsoft og kylfingurinn Tiger Woods eru með heimahöfn fyrir snekkjur sínar á eyjunum. Hinir vellauðugu eru þó aðeins brot af íbúafjöldanum á Cayman. Langflestir eyjaskeggja eru fátækt fólk sem lifir í einföldum einnar hæðar múrsteinshúsum. Flestir þeirra lifa af því að þjónusta hina auðugu. Það er fjármálakreppan í heiminum sem skilið hefur eftir risastórt gat í fjárlögum eyjarinnar og þar að auki hafa bandarískir ferðamenn ekki lengur efni á að koma í heimsóknir. Fjárlagagatið stafar einkum af því að á uppgangsárunum, áður en bólan sprakk, var farið í viðamiklar endurbætur á úr sér gengnum innviðum eyjarinar. Endurbætur sem voru fjármagnaðar með lánum. Veislan er búin en reikningarnir bíða.
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira