Facebook Inc. fjölgar starfsmönnum um 40-50% 25. ágúst 2009 10:42 Facebook Inc., sem á og rekur samskiptavefinn Facebook, mun fjölga starfsmönnum sínum um 40-50 prósent á þessu ári að sögn hins 25 ára gamla forstjóra fyrirtækisins, Mark Zuckerberg. „Það eru fá fyrirtæki að ráða til sín fólk í dag. Margir mjög hæfir verkfræðingar eru atvinnulausir og það er því úr miklu að moða fyrir okkur í því árferði sem nú ríkir," segir forstjórinn í samtali við Bloomberg fréttaveituna. Facebook Inc. hefur um eitt þúsund starfsmenn á sínum snærum en fyrirtækið heldur að sér höndum og reynir eftir fremsta megni að halda kostnaði í lágmarki þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til þess að fyrirtækið skili jákvæðu sjóðstreymi á næsta ári. Nýsköpunarfyrirtæki líkt og Facebook Inc. eru gjarnan með neikvætt sjóðstreymi á fyrstu rekstrarárum sínum þar sem stofnkostnaður er vanalega hár. Í maí á þessu ári flutti Facebook Inc. í áratugagamalt húsnæði í Kaliforníu sem Zuckerberg kallar neðanjarðarbyrgið. Þar eru engin gólfefni heldur aðeins steypt gólf og auk þess eru eldgamlir límmiðar á útidyrahurð húsnæðisins. „Við erum mun nær upphafinu en endanum og því vil ég að fyrirtækið sé staðsett í byggingu sem líkist mjög stórum bílskúr heldur en að vera í nýtískulegri byggingu. Það lýsir okkar fyrirtæki best," segir forstjórinn ungi. Facebook samskiptavefurinn hefur vaxið gríðarlega og eru nú yfir 250 milljón notendur á samskiptavefnum. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Facebook Inc., sem á og rekur samskiptavefinn Facebook, mun fjölga starfsmönnum sínum um 40-50 prósent á þessu ári að sögn hins 25 ára gamla forstjóra fyrirtækisins, Mark Zuckerberg. „Það eru fá fyrirtæki að ráða til sín fólk í dag. Margir mjög hæfir verkfræðingar eru atvinnulausir og það er því úr miklu að moða fyrir okkur í því árferði sem nú ríkir," segir forstjórinn í samtali við Bloomberg fréttaveituna. Facebook Inc. hefur um eitt þúsund starfsmenn á sínum snærum en fyrirtækið heldur að sér höndum og reynir eftir fremsta megni að halda kostnaði í lágmarki þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til þess að fyrirtækið skili jákvæðu sjóðstreymi á næsta ári. Nýsköpunarfyrirtæki líkt og Facebook Inc. eru gjarnan með neikvætt sjóðstreymi á fyrstu rekstrarárum sínum þar sem stofnkostnaður er vanalega hár. Í maí á þessu ári flutti Facebook Inc. í áratugagamalt húsnæði í Kaliforníu sem Zuckerberg kallar neðanjarðarbyrgið. Þar eru engin gólfefni heldur aðeins steypt gólf og auk þess eru eldgamlir límmiðar á útidyrahurð húsnæðisins. „Við erum mun nær upphafinu en endanum og því vil ég að fyrirtækið sé staðsett í byggingu sem líkist mjög stórum bílskúr heldur en að vera í nýtískulegri byggingu. Það lýsir okkar fyrirtæki best," segir forstjórinn ungi. Facebook samskiptavefurinn hefur vaxið gríðarlega og eru nú yfir 250 milljón notendur á samskiptavefnum.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira