Enski boltinn

Burdisso segist ekki á leið til Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nicolas Burdisso í leik með Inter.
Nicolas Burdisso í leik með Inter. Nordic Photos / AFP

Varnarmaðurinn Nicolas Burdisso, leikmaður Inter og argentínska landsliðsins, segist ekki á leið til Chelsea í skiptum fyrir Ricardo Carvalho.

Fram hefur komið í fjölmiðlum á Ítalíu að þetta gæti orðið að veruleika en því neitar Burdisso í samtali við þarlenda fjölmiðla.

„Ég hef rætt við Jose Mourinho, stjóra Inter, sem sagðist vera ánægður með mig og að ég hefði margt fram að færa," sagði Burdisso. „Síðasta tímabil var jákvætt fyrir mig og það er mín ósk að vera hér áfram. Það er ekki í spilunum hjá mér að skipta um félag."

Burdisso kom frá Boca Juniors árið 2004 og kom við sögu í 21 leik á síðasta tímabili er Inter vann sinn fjórða meistaratitil í röð.

Mourinho hefur verið sagður vilja fá bæði Carvalho og Deco í raðir Inter frá Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×