Breskir fasteignasjóðir töpuðu 37 milljörðum á bankahruninu 10. maí 2009 09:51 Alls hafa 13 af 45 fasteignasjóðum (building societies) Bretlands tilkynnt um að hafa tapað á hruni íslensku bankanna í haust. Í heildina nemur tapið 195 milljónum punda eða um 37 milljörðum kr. Í úttekt á stöðu þessara sjóða í blaðinu Daily Mail segir að megnið af tapinu sé vegna þess að þeir ávöxtuðu fé sitt í íslensku bönkunum sökum þess að þeir reikningar gáfu mun hærri vexti í Bretlandi en hjá öðrum bönkum. Fram kemur að einhverjar líkur séu á að fé þetta endurheimtist en samt hafi sjóðirnir nú að mestu afskrifað þessar upphæðir í bókhaldi sínu. Þeir sjóðir sem tapa mestu eru Britannia eða rúmlega 57 milljón pundum (hluta af þeirri upphæð má að vísu rekja til Lehman Brothers), Chelsea tapaði rúmlega 44 miljónum punda, Newcastle tæpum 30 milljónum og Coventry tæpum 24 milljónum. Flestir sjóðirnir iðrast þess sárlega að hafa tapað svo háum upphæðum á íslensku bönkunum. Trevor Harrison forstjóri Chelsea sagði þannig á aðalfundi sjóðsins í Gloucester að þeir skömmuðust sín mikið..."og við biðjum innilega afsökunar." Tap breskra banka og fjármálastofnanna á íslensku bönkunum kemur einnig niður á þessum sjóðum að því leyti að innistæðusjóður bankatrygginga í Bretlandi (FSCS) hefur farið fram á það við þessa aðila að þeir auki greiðslur sínar til FSCS til að mæta tapinu. Hlutur fasteignasjóðanna í þessari aukningu nemur rúmlega 122 milljónum punda fyrir síðasta ár og hefur það dregið verulega úr hagnaði þeirra fyrir árið. Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Alls hafa 13 af 45 fasteignasjóðum (building societies) Bretlands tilkynnt um að hafa tapað á hruni íslensku bankanna í haust. Í heildina nemur tapið 195 milljónum punda eða um 37 milljörðum kr. Í úttekt á stöðu þessara sjóða í blaðinu Daily Mail segir að megnið af tapinu sé vegna þess að þeir ávöxtuðu fé sitt í íslensku bönkunum sökum þess að þeir reikningar gáfu mun hærri vexti í Bretlandi en hjá öðrum bönkum. Fram kemur að einhverjar líkur séu á að fé þetta endurheimtist en samt hafi sjóðirnir nú að mestu afskrifað þessar upphæðir í bókhaldi sínu. Þeir sjóðir sem tapa mestu eru Britannia eða rúmlega 57 milljón pundum (hluta af þeirri upphæð má að vísu rekja til Lehman Brothers), Chelsea tapaði rúmlega 44 miljónum punda, Newcastle tæpum 30 milljónum og Coventry tæpum 24 milljónum. Flestir sjóðirnir iðrast þess sárlega að hafa tapað svo háum upphæðum á íslensku bönkunum. Trevor Harrison forstjóri Chelsea sagði þannig á aðalfundi sjóðsins í Gloucester að þeir skömmuðust sín mikið..."og við biðjum innilega afsökunar." Tap breskra banka og fjármálastofnanna á íslensku bönkunum kemur einnig niður á þessum sjóðum að því leyti að innistæðusjóður bankatrygginga í Bretlandi (FSCS) hefur farið fram á það við þessa aðila að þeir auki greiðslur sínar til FSCS til að mæta tapinu. Hlutur fasteignasjóðanna í þessari aukningu nemur rúmlega 122 milljónum punda fyrir síðasta ár og hefur það dregið verulega úr hagnaði þeirra fyrir árið.
Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira