Fótbolti

Barcelona bikarmeistari á Spáni eftir stórsigur á Bilbao

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen fékk ekki að koma inn á í kvöld.
Eiður Smári Guðjohnsen fékk ekki að koma inn á í kvöld. Mynd/AFP

Barcelona tryggði sér spænska bikarmeistaratitilinn með 4-1 sigri á á Athletic Bilbao úrslitaleiknum sem fram fór í Sevilla í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1998 sem Barcelona verður spænskur bikarmeistari en félagið hefur unnið þennna titil 25 sinnum.

Bilbao komst í 1-0 í upphafi leiks en Yaya Touré jafnaði fyrir hlé. Lionel Messi, Bojan Krkic og Xavi skoruðu síðan þrjú mörk á tíu mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik og gerðu um leið út um leikinn.

Eiður Smári Guðjohnsen sat á bekknum allan leikinn en hann tók þátt í 5 af 9 bikarleikjum Barcelona á tímabilinu og skoraði í þeim eitt mark.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×