Methalli á fjárlögum Danmerkur fyrir næsta ár 25. ágúst 2009 11:30 Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Dana. Mynd/ AFP. Danska ríkisstjórnin mun afgreiða fjárlög ríkisins fyrir næsta ár með meiri halla en áður hefur þekkst í sögunni. Gatið í fjárlögunum mun nema 86 milljörðum danskra kr. eða um 2.000 milljörðum kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að megin ástæðan fyrir þessum mikla halla sé einkum sú að efnahagskreppan hefur dregið verulega úr sköttum og gjöldum til ríkissjóðs. Á sama tíma hafa útgjöldin vaxið töluvert, til dæmis atvinnuleysisbætur. Haft er eftir Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Dana að auk fyrrgreindra atriða komi svo víðtækar aðgerðir stjórnvalda á fyrri helming þessa árs til að bregðast við efnahagskreppunni. Börsen.dk nefnir að í maí s.l. hafi Claus Hjort sagt að hallinn yrði um 60 milljarðar danskra kr. en nú hafa 26 milljarðar bæst við þá tölu. Hvað árið í ár varðar reikna stjórnvöld með að hallinn á fjárlögum nemi 33,5 milljörðum danskra kr. sem er 2% af landsframleiðslu Danmerkur. Spáin í maí s.l. hljóðaði hinsvegar upp á 22,5 milljarða danskra kr. Hallinn á næsta ári mun nema tæpum 5% af landsframleiðslu en til samanburðar má nefna að hallinn á fjárlögum Danmerkur árið 1982 nam tæpum 10% af landsframleiðslu. Þá var heildarupphæðin þó töluvert lægri eða rúmlega 58 milljarðar danskra kr. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danska ríkisstjórnin mun afgreiða fjárlög ríkisins fyrir næsta ár með meiri halla en áður hefur þekkst í sögunni. Gatið í fjárlögunum mun nema 86 milljörðum danskra kr. eða um 2.000 milljörðum kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að megin ástæðan fyrir þessum mikla halla sé einkum sú að efnahagskreppan hefur dregið verulega úr sköttum og gjöldum til ríkissjóðs. Á sama tíma hafa útgjöldin vaxið töluvert, til dæmis atvinnuleysisbætur. Haft er eftir Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Dana að auk fyrrgreindra atriða komi svo víðtækar aðgerðir stjórnvalda á fyrri helming þessa árs til að bregðast við efnahagskreppunni. Börsen.dk nefnir að í maí s.l. hafi Claus Hjort sagt að hallinn yrði um 60 milljarðar danskra kr. en nú hafa 26 milljarðar bæst við þá tölu. Hvað árið í ár varðar reikna stjórnvöld með að hallinn á fjárlögum nemi 33,5 milljörðum danskra kr. sem er 2% af landsframleiðslu Danmerkur. Spáin í maí s.l. hljóðaði hinsvegar upp á 22,5 milljarða danskra kr. Hallinn á næsta ári mun nema tæpum 5% af landsframleiðslu en til samanburðar má nefna að hallinn á fjárlögum Danmerkur árið 1982 nam tæpum 10% af landsframleiðslu. Þá var heildarupphæðin þó töluvert lægri eða rúmlega 58 milljarðar danskra kr.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira