Innlent

Má ekki ekki kúga menn til að birta ekki upplýsingar er varða almannaheill

Ingimar Karl Helgason. skrifar
Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands.

Arna Schram formaður blaðamannafélagsins, segir að ekki eigi að vera hægt að kúga blaðamenn til að birta ekki upplýsingar sem varða almannahagsmuni. Fjármálaeftirlitið telur að tveir blaðamenn Morgunblaðsins hafi brotið gegn bankaleynd með fréttaskrifum.

Fram kemur á síðu tvö í morgunblaðinu í dag, að tveimur blaðamönnum blaðsins, Agnesi Bragadóttur og Þorbirni Þórðarsyni hafi borist bréf frá Fjármálaeftirlitinu. Þar komi fram að þau hafi að mati eftirlitsins brotið lög um bankaleynd. Það hafi þau gert með því að skrifa fréttir upp úr lánabókum.

Agnes skrifaði um Stím og Glitni og Þorbjörn um 500 milljarða króna lán til eigenda Kaupþings. Í bréfi eftirlitsins til blaðamannanna, sem þeim barst í ábyrgðarpósti í gær, segir að teljist þau brotleg vofi yfir þeim allt að tuttugu milljóna króna sektir eða allt að tveggja ára fangelsi. Agnes og Þorbjörn hafa frest til áttunda þessa mánaðar til að koma að andmælum.

Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði við fréttastofu í morgun, að ekki eigi að vera hægt að kúga blaðamann til að birta ekki upplýsingar sem varða almannahag. Sér kæmi á óvart ef þetta héldi, því ríkir almannahagsmunir hljóti að liggja að baki því að almenningur fái upplýsingar um hvað átti sér stað innan bankanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×