Grísk fjármáladrottning keypti stærstu snekkju heimsins 14. desember 2009 10:47 Frá því í ágúst í sumar hefur ýmislegt slúður komist á kreik um hver hafi keypt Maltese Falcon, stærstu snekkju heimsins. Flestir hafa veðjað á nýríka Rússa eða eigendur vogunarsjóða. Það var nokkuð til í því síðarnefnda því kaupandinn er grískættaða fjármáladrottningin Elena Ambrosiadou.Elena er eigandi vogunarsjóðsins Ikos Partners sem er til heimilis á Kýpur en starfar bæði í London og New York. Elena borgaði 120 milljónir dollara eða rúmlega 15 milljarða kr. fyrir Maltese Falcon sem var nokkuð yfir verðmati sérfræðinga sem lá í kringum 100 milljónir dollara.Elena var í fyrra kjörin efnaðasti frumkvöðull Bretlandseyja í hópi kvenna en auðæfi hennar voru þá metin á 357 milljónir dollara. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að sennilega hafi auðæfin verið vanmetin ef Elena hefur efni á að greiða 120 milljónir dollara fyrir snekkju.Sjálf segist hin rúmlega fimmtuga Elena vera stolt af því að eiga Maltese Falcon en hún segir jafnframt að 90 stunda vinnuvika sín geri það að verkum að hún hafi lítinn tíma til að sigla snekkjunni. Verður Maltese Falcon því leigð út hverjum sem hafa vill og getur borgað rúmlega hálfa milljón dollara á viku í leiguna.Vogunarsjóð sinn stofnaði Elena ásamt manni sínum árið 1992. Hún er menntuð sem efnaverkfræðingur og þegar hún var 27 ára gömul varð hún yngsti alþjóðaforstjórinn í sögu British Petrol.Snekkjan Maltese Flacon þykir einstök í sinni röð. Tölvuvæðingin um borð gerir það að verkum að einn maður getur siglt henni þrátt fyrir viðamikinn seglbúnað. Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Frá því í ágúst í sumar hefur ýmislegt slúður komist á kreik um hver hafi keypt Maltese Falcon, stærstu snekkju heimsins. Flestir hafa veðjað á nýríka Rússa eða eigendur vogunarsjóða. Það var nokkuð til í því síðarnefnda því kaupandinn er grískættaða fjármáladrottningin Elena Ambrosiadou.Elena er eigandi vogunarsjóðsins Ikos Partners sem er til heimilis á Kýpur en starfar bæði í London og New York. Elena borgaði 120 milljónir dollara eða rúmlega 15 milljarða kr. fyrir Maltese Falcon sem var nokkuð yfir verðmati sérfræðinga sem lá í kringum 100 milljónir dollara.Elena var í fyrra kjörin efnaðasti frumkvöðull Bretlandseyja í hópi kvenna en auðæfi hennar voru þá metin á 357 milljónir dollara. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að sennilega hafi auðæfin verið vanmetin ef Elena hefur efni á að greiða 120 milljónir dollara fyrir snekkju.Sjálf segist hin rúmlega fimmtuga Elena vera stolt af því að eiga Maltese Falcon en hún segir jafnframt að 90 stunda vinnuvika sín geri það að verkum að hún hafi lítinn tíma til að sigla snekkjunni. Verður Maltese Falcon því leigð út hverjum sem hafa vill og getur borgað rúmlega hálfa milljón dollara á viku í leiguna.Vogunarsjóð sinn stofnaði Elena ásamt manni sínum árið 1992. Hún er menntuð sem efnaverkfræðingur og þegar hún var 27 ára gömul varð hún yngsti alþjóðaforstjórinn í sögu British Petrol.Snekkjan Maltese Flacon þykir einstök í sinni röð. Tölvuvæðingin um borð gerir það að verkum að einn maður getur siglt henni þrátt fyrir viðamikinn seglbúnað.
Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira