Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hættir 10. apríl 2009 15:26 Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ætlar að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Andri sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Andri hverfur á brott í kjölfar mikilla umræðna um styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins upp á 55 milljónir króna frá tveimur fyrirtækjum í árslok 2006. Andri tekur þó skýrt fram að hann hafi ekki átt frumkvæði að því að haft var samband við FL Group eða Landsbankann um styrkveitingu. Þá hafi hann ekki tekið ákvörðun um að veita styrkjunum viðtöku. Yfirlýsing Andra fer hér á eftir „Af gefnu tilefni vegna ofangreindra styrkveitinga vil ég að eftirfarandi komi fram: Þrátt fyrir þetta og þær skýringar sem komu fram í yfirlýsingu fyrrverandi formanns flokksins er það mitt mat að við núverandi aðstæður þjóni það best hagsmunum Sjálfstæðisflokksins að ég láti af störfum sem framkvæmdastjóri hans þar sem mikilvægt er að leita allra leiða til að skapa traust og frið um flokksstarfið. Af þeim sökum hef ég boðist til að víkja úr stöðu minni. Þetta geri ég í trausti þess að Sjálfstæðisflokkurinn, flokksmenn og frambjóðendur, fái sanngjarnt tækifæri og ráðrúm til að vinna stefnu sinni og hugsjónum brautargengi í komandi kosningum. Vissulega er þessi ákvörðun þungbær fyrir mig persónulega en hún er léttvæg í samanburði við hagsmuni þá sem eru í húfi. Það er einlæg von mín að þessi ákvörðun verði til þess að friður skapist. Ég bind miklar vonir við nýkjörna forystu flokksins og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að stuðla að framgangi sjálfstæðisstefnunnar sem almennur flokksmaður á öðrum vettvangi. Andri Óttarsson" Kosningar 2009 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ætlar að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Andri sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Andri hverfur á brott í kjölfar mikilla umræðna um styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins upp á 55 milljónir króna frá tveimur fyrirtækjum í árslok 2006. Andri tekur þó skýrt fram að hann hafi ekki átt frumkvæði að því að haft var samband við FL Group eða Landsbankann um styrkveitingu. Þá hafi hann ekki tekið ákvörðun um að veita styrkjunum viðtöku. Yfirlýsing Andra fer hér á eftir „Af gefnu tilefni vegna ofangreindra styrkveitinga vil ég að eftirfarandi komi fram: Þrátt fyrir þetta og þær skýringar sem komu fram í yfirlýsingu fyrrverandi formanns flokksins er það mitt mat að við núverandi aðstæður þjóni það best hagsmunum Sjálfstæðisflokksins að ég láti af störfum sem framkvæmdastjóri hans þar sem mikilvægt er að leita allra leiða til að skapa traust og frið um flokksstarfið. Af þeim sökum hef ég boðist til að víkja úr stöðu minni. Þetta geri ég í trausti þess að Sjálfstæðisflokkurinn, flokksmenn og frambjóðendur, fái sanngjarnt tækifæri og ráðrúm til að vinna stefnu sinni og hugsjónum brautargengi í komandi kosningum. Vissulega er þessi ákvörðun þungbær fyrir mig persónulega en hún er léttvæg í samanburði við hagsmuni þá sem eru í húfi. Það er einlæg von mín að þessi ákvörðun verði til þess að friður skapist. Ég bind miklar vonir við nýkjörna forystu flokksins og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að stuðla að framgangi sjálfstæðisstefnunnar sem almennur flokksmaður á öðrum vettvangi. Andri Óttarsson"
Kosningar 2009 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira