Enski boltinn

Ancelotti: Kaka gæti farið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan.
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan. Nordic Photos / AFP

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, hefur í fyrsta sinn viðurkennt að sá möguleiki sé fyrir hendi að Kaka sé á leið frá félaginu.

Félagið hefur gefið Brasilíumanninum leyfi til að ræða við Manchester City um kaup og kjör en AC Milan mun nú vera að íhuga tilboð félagsins sem er sagt nema 108 milljónum punda.

„Ég vona að ég muni halda áfram að þjálfa Kaka um ókomin ár. En við verðum að horfast í augu við staðreyndirnar og hvernig félagið kemur til með að líta á tilboðið," sagði Ancelotti.

„En jafnvel þótt að við myndum missa jafn mikilvægan mann og Kaka yrði liðið sem áfram í hæsta gæðaflokki. Markmið okkar verða þau sömu hvort sem Kaka verður áfram í liðinu eða ekki."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×