Tónlist

Sigur Rós í 36. sæti

Hljómsveitin á 36. besta lag tíunda áratugarins samkvæmt síðunni Pitchforkmedia.com.
Hljómsveitin á 36. besta lag tíunda áratugarins samkvæmt síðunni Pitchforkmedia.com. fréttablaðið/gva
Lagið Svefn-G-Englar með Sigur Rós er 36. besta lag tíunda áratugarins samkvæmt lista yfir 500 bestu lögin á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchforkmedia.com.

Lagið er tekið af annarri plötu sveitarinnar, Ágætis byrjun.

„Þrátt fyrir gifturíkan áratug sem fylgdi í kjölfarið hjá Sigur Rós finnurðu ekki betri kynningu á hljómsveitinni en Svefn-G-Englar. Bjagaður gítarinn og rödd Jónsa búa til hljóðbylgjur þar sem hljómborðsspilið og trommuleikurinn svífa áfram,“ segir í umsögninni. „Lagið spurði margra spurninga, eins og : Hvaða tungumál er þetta? Hvernig eru þessi hljóð búin til? Verður öll tónlistin í framtíðinni svona falleg?“

Besta lag áratugarins var valið B.O.B. með Outkast og í næstu sætum á eftir voru All My Friends með LCD Soundsystem, Paper Planes með M.I.A., Crazy in Love með Beyonce og One More Time með Daft Punk.

Á meðal laga sem eru lentu fyrir neðan Sigur Rós voru Take Me Out með Franz Ferdinand, Can"t Get You Out Of My Head með Kylie Minogue og Time To Pretend með MGMT.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×