Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. september 2024 09:41 Taylor Swift kom, sá og sigraði í gær. Noam Galai/Getty Images Velgengni bandarísku söngkonunnar Taylor Swift virðist engan endi ætla að taka en í nótt sópaði hún til sín verðlaunum á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA. Hún gerði sér lítið fyrir og tók sjö verðlaun með sér heim. Þetta þýðir að allt í allt hefur söngkonan sankað að sér þrjátíu verðlaunum á hátíðinni í gegnum árin, sem er einmitt sami fjöldi verðlauna og Beyoncé. Það er met. Eminem er hinsvegar sá karlkyns listamaður sem á flest VMA verðlaun en þau eru fjórtán talsins. Þannig fékk Swift meðal annars verðlaun ásamt rapparanum Post Malone fyrir besta samstarfið, fyrir lag þeirra Fortnight. Söngkonan vék sérstaklega að fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 enda hátíðin haldin á sama degi. Sabrina Carpenter fékk verðlaun fyrir lag ársins og tók að sjálfsögðu nokkur í gærkvöldi. Meðal annarra listamanna sem hlutu verðlaun í ár var Chappell Roan sem þykir besti nýliði ársins. Hún þakkaði sérstaklega listamönnum í dragi sem hún segir hafa haft gríðarleg áhrif á hana. Þá tileinkaði hún verðlaun sín hinsegin samfélaginu og sérstaklega trans fólki. Konur fóru mikinn á verðlaunahátíðinni í ár og hlutu flest verðlaun. Sabrina Carpenter fékk verðlaun fyrir lag ársins fyrir lagið Espresso á meðan Katy Perry hlaut verðlaun fyrir framlag sitt til tónlistarmyndbandsgerðar undanfarin ár. Chappell Roan fór mikinn á sviðinu í gærkvöldi. Myndband ársins Ariana Grande – “we can’t be friends (wait for your love)” Billie Eilish – “LUNCH” Doja Cat – “Paint The Town Red” Eminem – “Houdini” SZA – “Snooze” Taylor Swift ft. Post Malone – “Fortnight” Listamaður ársins Ariana Grande Bad Bunny Eminem Sabrina Carpenter SZA Taylor Swift Lag ársins Beyoncé – “TEXAS HOLD ‘EM” Jack Harlow – “Lovin On Me” Kendrick Lamar – “Not Like Us” Sabrina Carpenter – “Espresso” Taylor Swift ft. Post Malone – “Fortnight” Teddy Swims – “Lose Control” Nýliði ársins Benson Boone Chappell Roan Gracie Abrams Shaboozey Teddy Swims Tyla Lista yfir alla verðlaunahafa má finna á vef MTV. Tónlist Hollywood Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Þetta þýðir að allt í allt hefur söngkonan sankað að sér þrjátíu verðlaunum á hátíðinni í gegnum árin, sem er einmitt sami fjöldi verðlauna og Beyoncé. Það er met. Eminem er hinsvegar sá karlkyns listamaður sem á flest VMA verðlaun en þau eru fjórtán talsins. Þannig fékk Swift meðal annars verðlaun ásamt rapparanum Post Malone fyrir besta samstarfið, fyrir lag þeirra Fortnight. Söngkonan vék sérstaklega að fórnarlömbum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 enda hátíðin haldin á sama degi. Sabrina Carpenter fékk verðlaun fyrir lag ársins og tók að sjálfsögðu nokkur í gærkvöldi. Meðal annarra listamanna sem hlutu verðlaun í ár var Chappell Roan sem þykir besti nýliði ársins. Hún þakkaði sérstaklega listamönnum í dragi sem hún segir hafa haft gríðarleg áhrif á hana. Þá tileinkaði hún verðlaun sín hinsegin samfélaginu og sérstaklega trans fólki. Konur fóru mikinn á verðlaunahátíðinni í ár og hlutu flest verðlaun. Sabrina Carpenter fékk verðlaun fyrir lag ársins fyrir lagið Espresso á meðan Katy Perry hlaut verðlaun fyrir framlag sitt til tónlistarmyndbandsgerðar undanfarin ár. Chappell Roan fór mikinn á sviðinu í gærkvöldi. Myndband ársins Ariana Grande – “we can’t be friends (wait for your love)” Billie Eilish – “LUNCH” Doja Cat – “Paint The Town Red” Eminem – “Houdini” SZA – “Snooze” Taylor Swift ft. Post Malone – “Fortnight” Listamaður ársins Ariana Grande Bad Bunny Eminem Sabrina Carpenter SZA Taylor Swift Lag ársins Beyoncé – “TEXAS HOLD ‘EM” Jack Harlow – “Lovin On Me” Kendrick Lamar – “Not Like Us” Sabrina Carpenter – “Espresso” Taylor Swift ft. Post Malone – “Fortnight” Teddy Swims – “Lose Control” Nýliði ársins Benson Boone Chappell Roan Gracie Abrams Shaboozey Teddy Swims Tyla Lista yfir alla verðlaunahafa má finna á vef MTV.
Tónlist Hollywood Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira