Töfrandi túnikkur 9. nóvember 2009 00:01 Skilur eitthvert ykkar þessa fyrirsögn? Það hefði ég ekki heldur gert ef ekki hefði fylgt mynd af fyrirbærinu í litprentuðum auglýsingabæklingi sem fylgdi Fréttablaðinu á föstudaginn og kemur frá barnafataverslun hér í borg. Framan á honum stendur „Gleðileg jól“ og inni í honum eru myndir af glaðlegum börnum í ljómandi fallegum fötum. Ekki er verra að verðið á herlegheitunum fylgir með. Svona á að gera þetta, hugsaði ég með mér og byrjaði að fletta í gegnum dýrðina. En svo hnaut ég um þetta skrítna orð „túnikka“ og öll athyglin fór í að velta því fyrir mér hvers vegna ósköp venjulegur skokkur eða kjóll heitir allt í einu „túnikka“ og hvers vegna flest allt annað er þýtt í bæklingnum. „Flest allt” skrifa ég því á sömu mynd getur að líta „leggings“ sem einhverju sinni hétu „gammósíur“ og þótt það sé vissulega einkennilegt orð er að minnsta kosti hægt að fallbeygja það og kasta á það kyni. Svo birtist þarna líka hneppt peysa sem er nefnd „bóleró“. Og hvað segiði, ætlið þið að klæða dætur ykkar í „túnikku“ og „leggings“ þessi jólin og láta þær síðan vera í góðu „bóleró“ yfir? Orðskrípið „túnikka“ er eflaust dregið af enska orðinu „tunic“ sem þýðir „kyrtill“ eða „mussa“. Ef þetta eru ekki nógu fín orð mætti draga fram orðið „skyrta“. Best er þó að horfa á myndina og velta því fyrir sér hvað hún sýnir. Ég hef lengi velt því fyrir mér hvers vegna það virðist vera svo erfitt að skrifa um tísku og förðun á íslensku. Hvers vegna „hyljari“ verður svona auðveldlega að „konsíler“ hjá Karli Berndsen, manni sem tókst þó að kenna þjóðinni að segja „aðhaldsbuxur“, sem er svona álíka þjált orð og það er þægilegt að troða sér í þær. Þegar skrifað er um tísku verða áratugirnir skyndilega líka of flóknir og þá er gripið til letidýranna „sixtís“ og „seventís“. Inga Rún Sigurðardóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur þó glatt mann með vönduðum tískuskrifum þar sem til að mynda „ósymmetrískir“ kjólar fá að víkja fyrir þeim „ósamhverfu“. Jólin ganga út á hefðir. Þess vegna drekkum við malt og appelsín og hlustum á Þrjú á palli syngja „Hátíð fer að höndum ein“. Orð eins og „jólakjóll“ eða „skokkur“ vekja fallegar minningar í hugum margra og gætu orðið til þess að galvösk móðir teymdi dóttur sína í búðir. Með öðrum orðum þá getur barnafataverslun orðið fyrir búhnykk að nota orðið „túnikk“. Neytandinn verður einfaldlega að skilja það sem við hann er sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skilur eitthvert ykkar þessa fyrirsögn? Það hefði ég ekki heldur gert ef ekki hefði fylgt mynd af fyrirbærinu í litprentuðum auglýsingabæklingi sem fylgdi Fréttablaðinu á föstudaginn og kemur frá barnafataverslun hér í borg. Framan á honum stendur „Gleðileg jól“ og inni í honum eru myndir af glaðlegum börnum í ljómandi fallegum fötum. Ekki er verra að verðið á herlegheitunum fylgir með. Svona á að gera þetta, hugsaði ég með mér og byrjaði að fletta í gegnum dýrðina. En svo hnaut ég um þetta skrítna orð „túnikka“ og öll athyglin fór í að velta því fyrir mér hvers vegna ósköp venjulegur skokkur eða kjóll heitir allt í einu „túnikka“ og hvers vegna flest allt annað er þýtt í bæklingnum. „Flest allt” skrifa ég því á sömu mynd getur að líta „leggings“ sem einhverju sinni hétu „gammósíur“ og þótt það sé vissulega einkennilegt orð er að minnsta kosti hægt að fallbeygja það og kasta á það kyni. Svo birtist þarna líka hneppt peysa sem er nefnd „bóleró“. Og hvað segiði, ætlið þið að klæða dætur ykkar í „túnikku“ og „leggings“ þessi jólin og láta þær síðan vera í góðu „bóleró“ yfir? Orðskrípið „túnikka“ er eflaust dregið af enska orðinu „tunic“ sem þýðir „kyrtill“ eða „mussa“. Ef þetta eru ekki nógu fín orð mætti draga fram orðið „skyrta“. Best er þó að horfa á myndina og velta því fyrir sér hvað hún sýnir. Ég hef lengi velt því fyrir mér hvers vegna það virðist vera svo erfitt að skrifa um tísku og förðun á íslensku. Hvers vegna „hyljari“ verður svona auðveldlega að „konsíler“ hjá Karli Berndsen, manni sem tókst þó að kenna þjóðinni að segja „aðhaldsbuxur“, sem er svona álíka þjált orð og það er þægilegt að troða sér í þær. Þegar skrifað er um tísku verða áratugirnir skyndilega líka of flóknir og þá er gripið til letidýranna „sixtís“ og „seventís“. Inga Rún Sigurðardóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur þó glatt mann með vönduðum tískuskrifum þar sem til að mynda „ósymmetrískir“ kjólar fá að víkja fyrir þeim „ósamhverfu“. Jólin ganga út á hefðir. Þess vegna drekkum við malt og appelsín og hlustum á Þrjú á palli syngja „Hátíð fer að höndum ein“. Orð eins og „jólakjóll“ eða „skokkur“ vekja fallegar minningar í hugum margra og gætu orðið til þess að galvösk móðir teymdi dóttur sína í búðir. Með öðrum orðum þá getur barnafataverslun orðið fyrir búhnykk að nota orðið „túnikk“. Neytandinn verður einfaldlega að skilja það sem við hann er sagt.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun