Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar 17. desember 2025 14:31 Árið 2025 er jafnrétti orð sem dúkkar oft upp í umræðu líðandi stundar. Greinahöfundur fór því að hugleiða stöðu jafnréttismál á Íslandi. Þegar gögnin eru skoðuð í kjölinn, þá kemur í ljós að umræðan um jafnréttismál og raunveruleg staða þeirra haldast ekki alveg í hendur. Nær jafnrétti bara í eina átt? Konur skipa helstu stjórnendastöður lýðveldisins. Forsetinn okkar er kona. Formenn allra ríkisstjórnarflokkanna eru konur og bera þær nú ráðherratign í helstu ráðuneytunum. Af þeim 6 flokkum sem eru inni á þingi eru 4 þeirra með kvenkyns formann og þeir 3 flokkar sem voru næstir inn í síðustu alþingiskosningum hafa allir kvenkyns formann. Af þeim 8 flokkum sem sitja í borgarstjórn eru 7 þeirra með kvenkynsoddvita, þar af allir 5 sem nú sitja í borgarstjórn og þar af leiðandi borgarstjórinn líka. En þetta nær ekki bara til stjórnmálanna. Rektorstöður allra 7 háskóla landsins eru skipaðar konum. Fráfarandi ríkislögreglustjóri er kona, bæði landlæknir og sóttvarnarlæknir eru einnig konur og sýslumaður höfuðborgarsvæðisins er líka kona. Síðan er embætti Biskups Íslands einnig gengt af konu. Svona mætti lengi áfram telja. Þrátt fyrir þennan mikla og lofsverða árangur þá heyrum við umræður um jafnréttismál sem helst snúa að því hvað það halli á konur í samfélaginu. Rætt er um til hvaða tækja og tóla skuli grípa til þess að rétta þá stöðu. Fólk fleytir frjálslega fram orðum eins og „kynbundinn launamunur“. En veit einhver hvað það þýðir í raun og veru, er einhver sem hefur hátt í þeim málefnum virkilega búinn að kynna sér málin? Af því að þegar greinahöfundur kynnti sér málin, þá tók hann eftir kynbundnum launamun, en ekki á þann hátt sem er yfirleitt haldið fram. Ef skoðuð eru gögn frá Hagstofu Íslands yfir miðgildi launa hjá háskólamenntuðu fólki á aldrinum 16-24 ára síðustu 4 ár sem til eru má sjá að konur eru með 2.0% hærri laun en karlar á sama aldri og með sama menntunarstig. Þrátt fyrir þessi gögn og staðreynd, þá sjáum við umræðu um að beita eigi aðgerðum á borð við „jákvæða mismunun“, sem á að rétta hlut kvenna á vinnumarkaðnum. En þegar ákvarðanir sem þessar taka mið af launamun, óháð aldri, þá skapast bara nýtt ójafnvægi meðal yngstu aldurshópanna, nema bara í hina áttina í þetta skiptið. Á það virkilega að vera markmiðið með þessari jafnréttisbaráttu? Staðreyndin er sú að konur hafa nú þegar tekið fram úr karlmönnum á nánast öllum sviðum samfélagsins, en samt snýr jafnréttisumræðan enn að því að jafna þeirra hlut gagnvart karlmönnum. Ungir karlmenn eru að týnast í samfélaginu (og það virðist öllum vera sama um það) Á sama tíma og við heyrum fréttir um það hversu vel konum gengur í samfélaginu, sem er afurð áratuga baráttu í þeim efnum, þá heyrum við líka fréttir um það hversu illa það gengur hjá karlmönnum og þá sérstaklega ungum karlmönnum. Við heyrum fréttir af því á hverju ári að um 60-80% af þeim sem sækja nám í háskóla landsins séu konur. Það er kannski ekki skrítið þegar við sjáum síðan fréttir af því að um þriðjungur drengja nái ekki grunnhæfni í stærðfræðilæsi og að annar hver drengur sé nær ólæs eftir 10 ára grunnskólagöngu. Við sjáum vandamálin síðan hrannast upp hjá ungum karlmönnum. Upp til hópa finnst ungum karlmönnum þeir bara vera týndir í samfélaginu og við tekur einfaldlega tómleiki. En þennan tómleika, sem brýst oft út sem einmanleiki, þarf einhvern vegin að fylla í, hvort sem það er á skynsaman hátt eða ekki. Við sjáum sífellt fleiri fréttir um aukna spilafíkn meðal ungra karlmanna og enn fleiri fréttir um ofbeldi meðal þeirra, mun fleiri en þekktist hér áður fyrr. Við sjáum klamfíkn í mæli sem hefur ekki sést áður og eru klámsíður, markaðssettar að ungum karlmönnum farnar að velta fjármunum á pari við einhverjar stærsu íþróttadeildir í heimi. Við sjáum fréttir um að drykkja meðal ungmenna virðist aftur færast í aukana, þvert á þróun fyrri ára. Gögn sýna jafnframt að karlar stunda mun óhófsamari drykkju en konur. En síðan eru það þeir sem finna enga undankomuleið út úr tómleikanum aðra en þá að taka sitt eigið líf og má þá benda á þá grafalvarlegu stöðu að fjöldi ungra karlmanna sem tekið hafa eigið líf hefur ekki verið meiri í 24 ár (island.is). Af þeim 48 sem sviptu sig lífi árið 2024 voru 73% karlmenn og 69% þeirra höfðu ekki náð 45 ára aldri og af þeim sem sviptu sig lífi fyrir 30 ára aldur voru 100% karlmenn. En á sama tíma og við horfum á öll þessi vandamál hrjá unga karlmenn, þá þurfa ungir karlmenn að sitja og hlusta þegar „jafnréttissinnar“ segja þeim hversu gott þeir hafi það og að þeir þurfi að leggja meira af mörkum til þess að jafna bága stöðu kvenmanna í samfélaginu. Það að jafnréttisumræðan sé ekki búin að ná að aðlaga sig að nýjum raunveruleika leiðir að sér pirring, gremju og jafnvel reiði í garð jafnréttismála af hálfu þeirra ungu karlmanna sem verið er að reyna að gaslýsa um það að raunveruleikinn sé einhvern veginn öðruvísi en þeir upplifa hann. Er þverpólitísk samstaða ungra karlmanna ekki löngu orðin tímabær? Í dag er hér um bil enginn vettvangur innan samfélagsins, sem er einungis fyrir karlmenn, en við sjáum svo hreyfingar og viðburði sem eru einungis fyrir konur út um allt í samfélaginu. Af hverju er það samfélagslega samþykkt að konur hafi ótal tækifæri til þess að koma saman, ræða mál sem snerta konur og upphefja hverja aðra, en svo þegar haldnir eru viðburðir einungis fyrir karla þá er talað um að það sé karlrembu samkoma og að „typpafýla“ sé af viðburðinum? Þetta er löngu orðin úreltur hugsunarháttur og er það löngu orðið tímabært að mynda þverpólitíska samstöðu karmanna. En greinahöfundur vonast til þess að grein þessi muni opna á þessa umræðu og að gerð sé grein fyrir mikilvægi þess að mynduð sé þverpólitísk samstaða ungra karlmanna. Ef greinin hlýtur góðar viðtökur, þá væri fullt tilefni til að standa fyrir slíkum viðburði, sem gæti í framhaldinu leitt til stofnunar samtaka um þverpólitíska samstöðu ungra karlmanna. Höfundur er fjármálaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2025 er jafnrétti orð sem dúkkar oft upp í umræðu líðandi stundar. Greinahöfundur fór því að hugleiða stöðu jafnréttismál á Íslandi. Þegar gögnin eru skoðuð í kjölinn, þá kemur í ljós að umræðan um jafnréttismál og raunveruleg staða þeirra haldast ekki alveg í hendur. Nær jafnrétti bara í eina átt? Konur skipa helstu stjórnendastöður lýðveldisins. Forsetinn okkar er kona. Formenn allra ríkisstjórnarflokkanna eru konur og bera þær nú ráðherratign í helstu ráðuneytunum. Af þeim 6 flokkum sem eru inni á þingi eru 4 þeirra með kvenkyns formann og þeir 3 flokkar sem voru næstir inn í síðustu alþingiskosningum hafa allir kvenkyns formann. Af þeim 8 flokkum sem sitja í borgarstjórn eru 7 þeirra með kvenkynsoddvita, þar af allir 5 sem nú sitja í borgarstjórn og þar af leiðandi borgarstjórinn líka. En þetta nær ekki bara til stjórnmálanna. Rektorstöður allra 7 háskóla landsins eru skipaðar konum. Fráfarandi ríkislögreglustjóri er kona, bæði landlæknir og sóttvarnarlæknir eru einnig konur og sýslumaður höfuðborgarsvæðisins er líka kona. Síðan er embætti Biskups Íslands einnig gengt af konu. Svona mætti lengi áfram telja. Þrátt fyrir þennan mikla og lofsverða árangur þá heyrum við umræður um jafnréttismál sem helst snúa að því hvað það halli á konur í samfélaginu. Rætt er um til hvaða tækja og tóla skuli grípa til þess að rétta þá stöðu. Fólk fleytir frjálslega fram orðum eins og „kynbundinn launamunur“. En veit einhver hvað það þýðir í raun og veru, er einhver sem hefur hátt í þeim málefnum virkilega búinn að kynna sér málin? Af því að þegar greinahöfundur kynnti sér málin, þá tók hann eftir kynbundnum launamun, en ekki á þann hátt sem er yfirleitt haldið fram. Ef skoðuð eru gögn frá Hagstofu Íslands yfir miðgildi launa hjá háskólamenntuðu fólki á aldrinum 16-24 ára síðustu 4 ár sem til eru má sjá að konur eru með 2.0% hærri laun en karlar á sama aldri og með sama menntunarstig. Þrátt fyrir þessi gögn og staðreynd, þá sjáum við umræðu um að beita eigi aðgerðum á borð við „jákvæða mismunun“, sem á að rétta hlut kvenna á vinnumarkaðnum. En þegar ákvarðanir sem þessar taka mið af launamun, óháð aldri, þá skapast bara nýtt ójafnvægi meðal yngstu aldurshópanna, nema bara í hina áttina í þetta skiptið. Á það virkilega að vera markmiðið með þessari jafnréttisbaráttu? Staðreyndin er sú að konur hafa nú þegar tekið fram úr karlmönnum á nánast öllum sviðum samfélagsins, en samt snýr jafnréttisumræðan enn að því að jafna þeirra hlut gagnvart karlmönnum. Ungir karlmenn eru að týnast í samfélaginu (og það virðist öllum vera sama um það) Á sama tíma og við heyrum fréttir um það hversu vel konum gengur í samfélaginu, sem er afurð áratuga baráttu í þeim efnum, þá heyrum við líka fréttir um það hversu illa það gengur hjá karlmönnum og þá sérstaklega ungum karlmönnum. Við heyrum fréttir af því á hverju ári að um 60-80% af þeim sem sækja nám í háskóla landsins séu konur. Það er kannski ekki skrítið þegar við sjáum síðan fréttir af því að um þriðjungur drengja nái ekki grunnhæfni í stærðfræðilæsi og að annar hver drengur sé nær ólæs eftir 10 ára grunnskólagöngu. Við sjáum vandamálin síðan hrannast upp hjá ungum karlmönnum. Upp til hópa finnst ungum karlmönnum þeir bara vera týndir í samfélaginu og við tekur einfaldlega tómleiki. En þennan tómleika, sem brýst oft út sem einmanleiki, þarf einhvern vegin að fylla í, hvort sem það er á skynsaman hátt eða ekki. Við sjáum sífellt fleiri fréttir um aukna spilafíkn meðal ungra karlmanna og enn fleiri fréttir um ofbeldi meðal þeirra, mun fleiri en þekktist hér áður fyrr. Við sjáum klamfíkn í mæli sem hefur ekki sést áður og eru klámsíður, markaðssettar að ungum karlmönnum farnar að velta fjármunum á pari við einhverjar stærsu íþróttadeildir í heimi. Við sjáum fréttir um að drykkja meðal ungmenna virðist aftur færast í aukana, þvert á þróun fyrri ára. Gögn sýna jafnframt að karlar stunda mun óhófsamari drykkju en konur. En síðan eru það þeir sem finna enga undankomuleið út úr tómleikanum aðra en þá að taka sitt eigið líf og má þá benda á þá grafalvarlegu stöðu að fjöldi ungra karlmanna sem tekið hafa eigið líf hefur ekki verið meiri í 24 ár (island.is). Af þeim 48 sem sviptu sig lífi árið 2024 voru 73% karlmenn og 69% þeirra höfðu ekki náð 45 ára aldri og af þeim sem sviptu sig lífi fyrir 30 ára aldur voru 100% karlmenn. En á sama tíma og við horfum á öll þessi vandamál hrjá unga karlmenn, þá þurfa ungir karlmenn að sitja og hlusta þegar „jafnréttissinnar“ segja þeim hversu gott þeir hafi það og að þeir þurfi að leggja meira af mörkum til þess að jafna bága stöðu kvenmanna í samfélaginu. Það að jafnréttisumræðan sé ekki búin að ná að aðlaga sig að nýjum raunveruleika leiðir að sér pirring, gremju og jafnvel reiði í garð jafnréttismála af hálfu þeirra ungu karlmanna sem verið er að reyna að gaslýsa um það að raunveruleikinn sé einhvern veginn öðruvísi en þeir upplifa hann. Er þverpólitísk samstaða ungra karlmanna ekki löngu orðin tímabær? Í dag er hér um bil enginn vettvangur innan samfélagsins, sem er einungis fyrir karlmenn, en við sjáum svo hreyfingar og viðburði sem eru einungis fyrir konur út um allt í samfélaginu. Af hverju er það samfélagslega samþykkt að konur hafi ótal tækifæri til þess að koma saman, ræða mál sem snerta konur og upphefja hverja aðra, en svo þegar haldnir eru viðburðir einungis fyrir karla þá er talað um að það sé karlrembu samkoma og að „typpafýla“ sé af viðburðinum? Þetta er löngu orðin úreltur hugsunarháttur og er það löngu orðið tímabært að mynda þverpólitíska samstöðu karmanna. En greinahöfundur vonast til þess að grein þessi muni opna á þessa umræðu og að gerð sé grein fyrir mikilvægi þess að mynduð sé þverpólitísk samstaða ungra karlmanna. Ef greinin hlýtur góðar viðtökur, þá væri fullt tilefni til að standa fyrir slíkum viðburði, sem gæti í framhaldinu leitt til stofnunar samtaka um þverpólitíska samstöðu ungra karlmanna. Höfundur er fjármálaverkfræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun