Viðskipti erlent

Miklar sveiflur á álverðinu síðustu daga

Heimsmarkaðsverð á áli á markaðinum í London hefur sveiflast mikið síðustu daga. Þessa stundina stendur verðið, m.v. þriggja mánaða framvirka samninga, í 1.618 dollurum á tonnið.

Um miðja síðustu viku tók álverðið mikla dýfu og fór undir 1.600 dollara markið eða í 1.590 dollara. Á föstudaginn var, eða tveimur dögum síðar, var það svo komið upp í tæpa 1.670 dollara á tonnið.

Eins og fram hefur komið í fréttum hér á síðunni er sérfræðingar í álviðskiptum nokkuð gáttaðir á verðþróuninni. Frá áramótum hefur verðið á álinu stöðugt legið upp á við, með stöku niðursveiflum inn á milli. Þetta gerist þrátt fyrir að álbirgðir í heiminum séu í sögulegu hámarki sem ætti að valda því að verðið lækkaði stöðugt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×