Tap Alcoa minna en væntingar voru um 9. júlí 2009 08:22 Bandaríski álrisinn Alcoa, sem m.a. á Fjarðarál, skilaði minna tapi á öðrum ársfjórðungi en væntingar voru um. Tapið nam 454 milljónum dollara eða um 59 milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður af rekstrinum hinsvegar 546 milljónir dollara. Þessa uppgjörs er yfirleitt beðið með töluverðri eftirvæntingu á ári hverju því Alcoa er fyrst stórfyrirtækja vestan hafs sem birtir uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung. Staða Alcoa hefur þótt endurspegla stöðuna í bandaríska hagkerfinu. Í frétt um uppgjörið á Reuters segir að hagræðingar og niðurskurður á kostnaði hjá Alcoa hafi leitt til þess að tapið reyndist töluvert minna en sérfræðingar á Wall Street höfðu gert ráð fyrir. Klaus Kleinfeld forstjóri Alcoa segir að vísbendingar séu um að eftirspurn eftir áli muni aukast á næstunni en stöðugt hefur dregið úr henni á síðustu mánuðum. „Markaðurinn er samt áfram erfiður þótt finna megi vaxtartækifæri á honum," segir Kleinfeld.Eftir að Alcoa birti uppgjör sitt hækkuðu hlutir í félaginu um 5%. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríski álrisinn Alcoa, sem m.a. á Fjarðarál, skilaði minna tapi á öðrum ársfjórðungi en væntingar voru um. Tapið nam 454 milljónum dollara eða um 59 milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður af rekstrinum hinsvegar 546 milljónir dollara. Þessa uppgjörs er yfirleitt beðið með töluverðri eftirvæntingu á ári hverju því Alcoa er fyrst stórfyrirtækja vestan hafs sem birtir uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung. Staða Alcoa hefur þótt endurspegla stöðuna í bandaríska hagkerfinu. Í frétt um uppgjörið á Reuters segir að hagræðingar og niðurskurður á kostnaði hjá Alcoa hafi leitt til þess að tapið reyndist töluvert minna en sérfræðingar á Wall Street höfðu gert ráð fyrir. Klaus Kleinfeld forstjóri Alcoa segir að vísbendingar séu um að eftirspurn eftir áli muni aukast á næstunni en stöðugt hefur dregið úr henni á síðustu mánuðum. „Markaðurinn er samt áfram erfiður þótt finna megi vaxtartækifæri á honum," segir Kleinfeld.Eftir að Alcoa birti uppgjör sitt hækkuðu hlutir í félaginu um 5%.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira