Sækist eftir forystusæti í Reykjavík 20. febrúar 2009 15:47 Sigurður Kári Kristjánsson Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður dagana 13. og 14. mars næstkomandi vegna komandi Alþingiskosninga. Sigurður Kári sækist eftir forystusæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og óskar eftir stuðningi í 2.-3. sæti í prófkjörinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Kára sem var kjörinn á Alþingi sem þingmaður Reykvíkinga árið 2003. Sigurður Kári hefur átt sæti í menntamálanefnd Alþingis frá árinu 2003 og verið formaður menntamálanefndar frá 2005-2009. Þá hefur Sigurður Kári átt sæti í allsherjarnefnd Alþingis frá 2003. Jafnframt sat Sigurður Kári í iðnaðarnefnd Alþingis á tímabilinu 2003-2007 og átti sæti í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrármál 2004-2007 og frá árinu 2009. Með framboði sínu vill Sigurður Kári taka með kröftugum hætti þátt í enduruppbyggingu íslensks samfélags á öllum sviðum. Við þá uppbyggingu telur Sigurður Kári mestu skipta að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar verði til framtíðar og að hagsmunir heimilanna verði hafðir að leiðarljósi í þeirri uppbyggingu, ekki síst þannig að sköttum og álögum á fólkið í landinu verði haldið í algjöru lágmarki. Þá leggur Sigurður Kári afar mikla áherslu á uppbyggingu atvinnulífsins og fjármálakerfisins. Kraftmikil atvinnusköpun, hvort sem er á þeim grunni sem fyrir er eða á grundvelli nýsköpunar, er forsenda þess að hægt verði að berjast gegn atvinnuleysi í landinu. Endurreisn bankakerfisins gegnir þar einnig lykilhlutverki. Ennfremur leggur Sigurður Kári áherslu á ábyrga stjórn efnahagsmála og að mörkuð verði framtíðarstefna í peninga- og gjaldmiðilsmálum á Íslandi. Sigurður Kári telur að reynsla sín, þekking og hugmyndir muni reynast vel við þá enduruppbyggingu. Í störfum sínum á Alþingi hefur Sigurður Kári sem formaður menntamálanefndar lagt mikla áherslu á menntamál, en einnig og ekki síður á atvinnumál, efnahags- og skattamál og gjaldmiðilsmál, auðlindamál og auðlindanýtingu, réttarfars- og stjórnskipunarmál auk Evrópu- og utanríkismála. Á þessi mál og önnur mun Sigurður Kári áfram leggja mikla áherslu í störfum sínum. Sigurður Kári hefur lagt fram fjölmörg frumvörp á Alþingi, þar á meðal frumvarp um fjárhagslegan stuðning íslenska ríkisins við málsókn gegn breskum stjórnvöldum vegna beitingar hryðjuverkalaga, sem samþykkt var sem lög frá Alþingi í desember 2008. Sigurður Kári hefur jafnframt ritað fjölda greina og pistla í blöð, tímarit og á heimasíður sínar, www.sigurdurkari.is og www.sigurdurkari.blog.is. Kosningar 2009 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður dagana 13. og 14. mars næstkomandi vegna komandi Alþingiskosninga. Sigurður Kári sækist eftir forystusæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og óskar eftir stuðningi í 2.-3. sæti í prófkjörinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Kára sem var kjörinn á Alþingi sem þingmaður Reykvíkinga árið 2003. Sigurður Kári hefur átt sæti í menntamálanefnd Alþingis frá árinu 2003 og verið formaður menntamálanefndar frá 2005-2009. Þá hefur Sigurður Kári átt sæti í allsherjarnefnd Alþingis frá 2003. Jafnframt sat Sigurður Kári í iðnaðarnefnd Alþingis á tímabilinu 2003-2007 og átti sæti í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrármál 2004-2007 og frá árinu 2009. Með framboði sínu vill Sigurður Kári taka með kröftugum hætti þátt í enduruppbyggingu íslensks samfélags á öllum sviðum. Við þá uppbyggingu telur Sigurður Kári mestu skipta að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar verði til framtíðar og að hagsmunir heimilanna verði hafðir að leiðarljósi í þeirri uppbyggingu, ekki síst þannig að sköttum og álögum á fólkið í landinu verði haldið í algjöru lágmarki. Þá leggur Sigurður Kári afar mikla áherslu á uppbyggingu atvinnulífsins og fjármálakerfisins. Kraftmikil atvinnusköpun, hvort sem er á þeim grunni sem fyrir er eða á grundvelli nýsköpunar, er forsenda þess að hægt verði að berjast gegn atvinnuleysi í landinu. Endurreisn bankakerfisins gegnir þar einnig lykilhlutverki. Ennfremur leggur Sigurður Kári áherslu á ábyrga stjórn efnahagsmála og að mörkuð verði framtíðarstefna í peninga- og gjaldmiðilsmálum á Íslandi. Sigurður Kári telur að reynsla sín, þekking og hugmyndir muni reynast vel við þá enduruppbyggingu. Í störfum sínum á Alþingi hefur Sigurður Kári sem formaður menntamálanefndar lagt mikla áherslu á menntamál, en einnig og ekki síður á atvinnumál, efnahags- og skattamál og gjaldmiðilsmál, auðlindamál og auðlindanýtingu, réttarfars- og stjórnskipunarmál auk Evrópu- og utanríkismála. Á þessi mál og önnur mun Sigurður Kári áfram leggja mikla áherslu í störfum sínum. Sigurður Kári hefur lagt fram fjölmörg frumvörp á Alþingi, þar á meðal frumvarp um fjárhagslegan stuðning íslenska ríkisins við málsókn gegn breskum stjórnvöldum vegna beitingar hryðjuverkalaga, sem samþykkt var sem lög frá Alþingi í desember 2008. Sigurður Kári hefur jafnframt ritað fjölda greina og pistla í blöð, tímarit og á heimasíður sínar, www.sigurdurkari.is og www.sigurdurkari.blog.is.
Kosningar 2009 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira