Sækist eftir forystusæti í Reykjavík 20. febrúar 2009 15:47 Sigurður Kári Kristjánsson Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður dagana 13. og 14. mars næstkomandi vegna komandi Alþingiskosninga. Sigurður Kári sækist eftir forystusæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og óskar eftir stuðningi í 2.-3. sæti í prófkjörinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Kára sem var kjörinn á Alþingi sem þingmaður Reykvíkinga árið 2003. Sigurður Kári hefur átt sæti í menntamálanefnd Alþingis frá árinu 2003 og verið formaður menntamálanefndar frá 2005-2009. Þá hefur Sigurður Kári átt sæti í allsherjarnefnd Alþingis frá 2003. Jafnframt sat Sigurður Kári í iðnaðarnefnd Alþingis á tímabilinu 2003-2007 og átti sæti í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrármál 2004-2007 og frá árinu 2009. Með framboði sínu vill Sigurður Kári taka með kröftugum hætti þátt í enduruppbyggingu íslensks samfélags á öllum sviðum. Við þá uppbyggingu telur Sigurður Kári mestu skipta að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar verði til framtíðar og að hagsmunir heimilanna verði hafðir að leiðarljósi í þeirri uppbyggingu, ekki síst þannig að sköttum og álögum á fólkið í landinu verði haldið í algjöru lágmarki. Þá leggur Sigurður Kári afar mikla áherslu á uppbyggingu atvinnulífsins og fjármálakerfisins. Kraftmikil atvinnusköpun, hvort sem er á þeim grunni sem fyrir er eða á grundvelli nýsköpunar, er forsenda þess að hægt verði að berjast gegn atvinnuleysi í landinu. Endurreisn bankakerfisins gegnir þar einnig lykilhlutverki. Ennfremur leggur Sigurður Kári áherslu á ábyrga stjórn efnahagsmála og að mörkuð verði framtíðarstefna í peninga- og gjaldmiðilsmálum á Íslandi. Sigurður Kári telur að reynsla sín, þekking og hugmyndir muni reynast vel við þá enduruppbyggingu. Í störfum sínum á Alþingi hefur Sigurður Kári sem formaður menntamálanefndar lagt mikla áherslu á menntamál, en einnig og ekki síður á atvinnumál, efnahags- og skattamál og gjaldmiðilsmál, auðlindamál og auðlindanýtingu, réttarfars- og stjórnskipunarmál auk Evrópu- og utanríkismála. Á þessi mál og önnur mun Sigurður Kári áfram leggja mikla áherslu í störfum sínum. Sigurður Kári hefur lagt fram fjölmörg frumvörp á Alþingi, þar á meðal frumvarp um fjárhagslegan stuðning íslenska ríkisins við málsókn gegn breskum stjórnvöldum vegna beitingar hryðjuverkalaga, sem samþykkt var sem lög frá Alþingi í desember 2008. Sigurður Kári hefur jafnframt ritað fjölda greina og pistla í blöð, tímarit og á heimasíður sínar, www.sigurdurkari.is og www.sigurdurkari.blog.is. Kosningar 2009 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður dagana 13. og 14. mars næstkomandi vegna komandi Alþingiskosninga. Sigurður Kári sækist eftir forystusæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og óskar eftir stuðningi í 2.-3. sæti í prófkjörinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Kára sem var kjörinn á Alþingi sem þingmaður Reykvíkinga árið 2003. Sigurður Kári hefur átt sæti í menntamálanefnd Alþingis frá árinu 2003 og verið formaður menntamálanefndar frá 2005-2009. Þá hefur Sigurður Kári átt sæti í allsherjarnefnd Alþingis frá 2003. Jafnframt sat Sigurður Kári í iðnaðarnefnd Alþingis á tímabilinu 2003-2007 og átti sæti í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrármál 2004-2007 og frá árinu 2009. Með framboði sínu vill Sigurður Kári taka með kröftugum hætti þátt í enduruppbyggingu íslensks samfélags á öllum sviðum. Við þá uppbyggingu telur Sigurður Kári mestu skipta að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar verði til framtíðar og að hagsmunir heimilanna verði hafðir að leiðarljósi í þeirri uppbyggingu, ekki síst þannig að sköttum og álögum á fólkið í landinu verði haldið í algjöru lágmarki. Þá leggur Sigurður Kári afar mikla áherslu á uppbyggingu atvinnulífsins og fjármálakerfisins. Kraftmikil atvinnusköpun, hvort sem er á þeim grunni sem fyrir er eða á grundvelli nýsköpunar, er forsenda þess að hægt verði að berjast gegn atvinnuleysi í landinu. Endurreisn bankakerfisins gegnir þar einnig lykilhlutverki. Ennfremur leggur Sigurður Kári áherslu á ábyrga stjórn efnahagsmála og að mörkuð verði framtíðarstefna í peninga- og gjaldmiðilsmálum á Íslandi. Sigurður Kári telur að reynsla sín, þekking og hugmyndir muni reynast vel við þá enduruppbyggingu. Í störfum sínum á Alþingi hefur Sigurður Kári sem formaður menntamálanefndar lagt mikla áherslu á menntamál, en einnig og ekki síður á atvinnumál, efnahags- og skattamál og gjaldmiðilsmál, auðlindamál og auðlindanýtingu, réttarfars- og stjórnskipunarmál auk Evrópu- og utanríkismála. Á þessi mál og önnur mun Sigurður Kári áfram leggja mikla áherslu í störfum sínum. Sigurður Kári hefur lagt fram fjölmörg frumvörp á Alþingi, þar á meðal frumvarp um fjárhagslegan stuðning íslenska ríkisins við málsókn gegn breskum stjórnvöldum vegna beitingar hryðjuverkalaga, sem samþykkt var sem lög frá Alþingi í desember 2008. Sigurður Kári hefur jafnframt ritað fjölda greina og pistla í blöð, tímarit og á heimasíður sínar, www.sigurdurkari.is og www.sigurdurkari.blog.is.
Kosningar 2009 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira