ECB losar um beltið en heldur axlaböndunum 4. desember 2009 09:23 Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að draga úr fjárstuðningi sínum við fjármálakerfi evrusvæðisins. Bankinn hefur ásamt öðrum helstu seðlabönkum heims lagt mikið undir til þess að halda fjármálakerfum gangandi undanfarin misseri en nú þykir rétt að losa um takið og sjá hvernig fjármálastofnanir munu spjara sig á eigin fótum.Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að frá því Lehman Brothers fjárfestingarbankinn varð gjaldþrota í september á síðasta ári hefur Seðlabanki Evrópu veitt fjármálastofnunum lán til 12 mánaða í senn með því augnamiði að tryggja þeim lengri tíma skammtímafjármögnun. Þegar lausafjárkreppan fór að láta á sér kræla í ágúst 2007 sá ECB fjármálakerfinu fyrir um 450 milljarða evra fjármögnun en um þessar mundir er fjárhæðin um 670 milljarðar evra.Skammtímalánin eru boðin upp reglulega og vextir á þeim hafa verið þeir sömu og stýrivextir seðlabankans. Næstkomandi uppboð fer fram 15. desember en það verður hið síðasta af þessu tagi. Þar að auki munu vextir ráðast af þróun stýrivaxta seðlabankans frekar en að vera fastir í 1% eins og hingað til. Sömuleiðis var tilkynnt að samsvarandi uppboðum á lánum til 6 mánaða verði hætt í lok fyrsta fjórðungs næsta árs.ECB á von á því að ástand fjármálamarkaða hafi skánað það mikið að ekki sé þörf á sömu úrræðum og fyrir rúmu ári síðan. Einnig er dregið úr aðgerðum til þess að koma í veg fyrir að bankar verði háðir neyðarfjármögnun sem þessari til lengri tíma.Þrátt fyrir að hætt verði að veita lengri tíma skammtímalán er haft eftir Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópu, að fjármálafyrirtækjum verði eftir sem áður tryggt aðgengi að nægu lausafé í marga mánuði. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Evrópski seðlabankinn (ECB) hefur ákveðið að draga úr fjárstuðningi sínum við fjármálakerfi evrusvæðisins. Bankinn hefur ásamt öðrum helstu seðlabönkum heims lagt mikið undir til þess að halda fjármálakerfum gangandi undanfarin misseri en nú þykir rétt að losa um takið og sjá hvernig fjármálastofnanir munu spjara sig á eigin fótum.Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að frá því Lehman Brothers fjárfestingarbankinn varð gjaldþrota í september á síðasta ári hefur Seðlabanki Evrópu veitt fjármálastofnunum lán til 12 mánaða í senn með því augnamiði að tryggja þeim lengri tíma skammtímafjármögnun. Þegar lausafjárkreppan fór að láta á sér kræla í ágúst 2007 sá ECB fjármálakerfinu fyrir um 450 milljarða evra fjármögnun en um þessar mundir er fjárhæðin um 670 milljarðar evra.Skammtímalánin eru boðin upp reglulega og vextir á þeim hafa verið þeir sömu og stýrivextir seðlabankans. Næstkomandi uppboð fer fram 15. desember en það verður hið síðasta af þessu tagi. Þar að auki munu vextir ráðast af þróun stýrivaxta seðlabankans frekar en að vera fastir í 1% eins og hingað til. Sömuleiðis var tilkynnt að samsvarandi uppboðum á lánum til 6 mánaða verði hætt í lok fyrsta fjórðungs næsta árs.ECB á von á því að ástand fjármálamarkaða hafi skánað það mikið að ekki sé þörf á sömu úrræðum og fyrir rúmu ári síðan. Einnig er dregið úr aðgerðum til þess að koma í veg fyrir að bankar verði háðir neyðarfjármögnun sem þessari til lengri tíma.Þrátt fyrir að hætt verði að veita lengri tíma skammtímalán er haft eftir Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópu, að fjármálafyrirtækjum verði eftir sem áður tryggt aðgengi að nægu lausafé í marga mánuði.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira