„Kemur manninum mínum ekkert við“ Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 17. febrúar 2009 03:00 Álfélaginu á Íslandi er ekki lengur rótt. Álverð fer hríðfallandi á heimsmarkaði og grynnkar stöðugt í vösum sem geta lánað stórfyrirtækjum og smáþjóðum milljarða til að byggja ný álver og orkuver sem gefa af sér ódýra orku á þriðjaheimsverði fyrir málmbræðslur. Það er tekið að súrna í augum álvinanna íslensku og þá styttist þráðurinn. Samt þreyja þeir þorrann. Áfram skal haldið framkvæmdum í Helguvík þótt orkan sé ekki fengin enn, draumurinn á Bakka fjarlægist stöðugt enda heimamenn teknir að leita uppi nýja möguleika: Þeistareykjasvæðið skal eyðilagt. Fjármögnun á verksmiðju nyrðra og orkuveri fjarri, en þingmenn sem hafa kokgleypt áltrúna arga þá bara: hún skal rísa samt. Frú Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, brást illa við þegar á það var minnt í tilefni af fyrirspurn hennar um frekari framkvæmdir í álbræðslum: „Það kæmi sko manni hennar ekkert við að hún væri að spyrjast fyrir um það," þrátt fyrir að hennar mæti bóndi sé forstjóri Alcoa á Íslandi og einn helsti erindreki félagsins um nýjar bræðslur hér. Áhugi frúarinnar á bræðslum var honum alveg óviðkomandi, þótt stærstur hluti framfærslu þeirra hjóna komi úr sjóðum félagsins. Nei, það voru engin tengsl þar á milli. Hún var búin að gleyma öllu um vanhæfni skyldra aðila til að meta mál sem einhver kenndi henni þó á sínum tíma í lögfræðinni. Svona getur stutt seta á þingi leikið besta fólk: það gleymir skilsmun sóma og skammar. Ólöf Nordal er algerlega vanhæf til að fjalla á opinberum vettvangi og þingi um öll mál er snerta framtíð áliðnaðar á Íslandi meðan bóndi hennar er í vinnu hjá stærsta álframleiðanda í heimi. Henni ætti aftur að vera ljúft og skylt að sinna öðrum málum, eins og til dæmis vernd náttúruvéa ekki bara gæta að vernd þeirra fyrir stundarhagsmunum, heldur líka langtímahagsmunum. Nema henni sé „andskotans sama". Það væri gott fyrir kjósendur í Reykjavík að vita það, því hingað er hún flutt með heimili sitt. Góðærið á Austfjörðum dugði sumsé ekki til að halda forstjórafrúnni eystra í álblómanum sem þar spratt svo snögglega og hvarf jafnhratt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Álfélaginu á Íslandi er ekki lengur rótt. Álverð fer hríðfallandi á heimsmarkaði og grynnkar stöðugt í vösum sem geta lánað stórfyrirtækjum og smáþjóðum milljarða til að byggja ný álver og orkuver sem gefa af sér ódýra orku á þriðjaheimsverði fyrir málmbræðslur. Það er tekið að súrna í augum álvinanna íslensku og þá styttist þráðurinn. Samt þreyja þeir þorrann. Áfram skal haldið framkvæmdum í Helguvík þótt orkan sé ekki fengin enn, draumurinn á Bakka fjarlægist stöðugt enda heimamenn teknir að leita uppi nýja möguleika: Þeistareykjasvæðið skal eyðilagt. Fjármögnun á verksmiðju nyrðra og orkuveri fjarri, en þingmenn sem hafa kokgleypt áltrúna arga þá bara: hún skal rísa samt. Frú Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, brást illa við þegar á það var minnt í tilefni af fyrirspurn hennar um frekari framkvæmdir í álbræðslum: „Það kæmi sko manni hennar ekkert við að hún væri að spyrjast fyrir um það," þrátt fyrir að hennar mæti bóndi sé forstjóri Alcoa á Íslandi og einn helsti erindreki félagsins um nýjar bræðslur hér. Áhugi frúarinnar á bræðslum var honum alveg óviðkomandi, þótt stærstur hluti framfærslu þeirra hjóna komi úr sjóðum félagsins. Nei, það voru engin tengsl þar á milli. Hún var búin að gleyma öllu um vanhæfni skyldra aðila til að meta mál sem einhver kenndi henni þó á sínum tíma í lögfræðinni. Svona getur stutt seta á þingi leikið besta fólk: það gleymir skilsmun sóma og skammar. Ólöf Nordal er algerlega vanhæf til að fjalla á opinberum vettvangi og þingi um öll mál er snerta framtíð áliðnaðar á Íslandi meðan bóndi hennar er í vinnu hjá stærsta álframleiðanda í heimi. Henni ætti aftur að vera ljúft og skylt að sinna öðrum málum, eins og til dæmis vernd náttúruvéa ekki bara gæta að vernd þeirra fyrir stundarhagsmunum, heldur líka langtímahagsmunum. Nema henni sé „andskotans sama". Það væri gott fyrir kjósendur í Reykjavík að vita það, því hingað er hún flutt með heimili sitt. Góðærið á Austfjörðum dugði sumsé ekki til að halda forstjórafrúnni eystra í álblómanum sem þar spratt svo snögglega og hvarf jafnhratt.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun