Tölfræðin í NBA: Wade stigakóngur 16. apríl 2009 17:45 Dwyane Wade var stórkostlegur með Miami í vetur. Nordic Photos/Getty Images Nú þegar deildarkeppninni í NBA deildinni er lokið er ekki úr vegi að skoða hvaða leikmenn skáru fram úr í helstu tölfræðiþáttum í vetur. Skotbakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat varð í fyrsta sinn á ferlinum stigakóngur í deildinni, en hann skoraði að meðaltali 30,2 stig í leik í vetur. LeBron James hjá Cleveland kom næstur með 28,4 stig og Kobe Bryant hjá LA Lakers var þriðji með 26,8 stig í leik. Tveir aðrir kappar urðu hlutskarpastir í tveimur tölfræðiþáttum, þeir Dwight Howard hjá Orlando og Chris Paul frá New Orleans. Howard leiddi deildina í fráköstum með yfirburðum. Hann hirti 13,8 fráköst að meðaltali í leik, tveimur fleiri en Troy Murphy hjá Indiana sem varð annar með 11,8 fráköst í leik. David Lee hjá New York kom þar skammt á eftir með 11,7 fráköst í leik. Howard var einnig öflugastur í að verja skotin í vetur. Howard varði 2,92 skot að meðaltali í leik, en Chris Andersen hjá Denver kom næstur með 2,46 skot í leik. Andersen spilaði aðeins 20 mínútur að meðaltali í leik, svo það verður að teljast mikið afrek hjá honum að ná svo hátt á listanum. Marcus Camby hjá Denver og Ronny Turiaf hjá Golden State vörðu 2,13 skot í leik. Chris Paul og Dwight HowardNordicPhotos/GettyImages Chris Paul hjá New Orleans Hornets átti stórkostlegt ár og hann varð efstur í stoðsendingum með 11 slíkar að meðaltali í leik. Deron Williams hjá Utah var annar með 10.7 stoðsendingar í leik og Steve Nash þriðji með 9,7. Paul var einnig mesti boltaþjófurinn í deildinni með 2,77 stolna bolta í leik. Dwyane Wade kom næstur með 2,19 og Jason Kidd þriðji með 1,98. Shaquille O´Neal hjá Phoenix var með bestu skotnýtinguna í tíunda sinn á ferlinum sem er met. Hann átti gamla metið með Wilt Chamberlain. O´Neal nýtti 60,88% skota sinna í vetur, Nene Hilario hjá Denver 60,37% og Andris Biedrins hjá Golden State 57,79% David Lee hjá New York náði flestum tvennum í vetur (yfir 10 í tveimur tölfræðiþáttum) eða 65. Dwight Howard náði 63 tvennum og Chris Paul hjá New Orleans 50 slíkum. LeBron James náði 7 þreföldum tvennum í vetur (yfir 10 í þremur tölfræðiþáttum). Jason Kidd náði 6 þrennum og Jason Kidd 3, þar af einni í síðasta leik tímabilsins í nótt. NBA Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Nú þegar deildarkeppninni í NBA deildinni er lokið er ekki úr vegi að skoða hvaða leikmenn skáru fram úr í helstu tölfræðiþáttum í vetur. Skotbakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat varð í fyrsta sinn á ferlinum stigakóngur í deildinni, en hann skoraði að meðaltali 30,2 stig í leik í vetur. LeBron James hjá Cleveland kom næstur með 28,4 stig og Kobe Bryant hjá LA Lakers var þriðji með 26,8 stig í leik. Tveir aðrir kappar urðu hlutskarpastir í tveimur tölfræðiþáttum, þeir Dwight Howard hjá Orlando og Chris Paul frá New Orleans. Howard leiddi deildina í fráköstum með yfirburðum. Hann hirti 13,8 fráköst að meðaltali í leik, tveimur fleiri en Troy Murphy hjá Indiana sem varð annar með 11,8 fráköst í leik. David Lee hjá New York kom þar skammt á eftir með 11,7 fráköst í leik. Howard var einnig öflugastur í að verja skotin í vetur. Howard varði 2,92 skot að meðaltali í leik, en Chris Andersen hjá Denver kom næstur með 2,46 skot í leik. Andersen spilaði aðeins 20 mínútur að meðaltali í leik, svo það verður að teljast mikið afrek hjá honum að ná svo hátt á listanum. Marcus Camby hjá Denver og Ronny Turiaf hjá Golden State vörðu 2,13 skot í leik. Chris Paul og Dwight HowardNordicPhotos/GettyImages Chris Paul hjá New Orleans Hornets átti stórkostlegt ár og hann varð efstur í stoðsendingum með 11 slíkar að meðaltali í leik. Deron Williams hjá Utah var annar með 10.7 stoðsendingar í leik og Steve Nash þriðji með 9,7. Paul var einnig mesti boltaþjófurinn í deildinni með 2,77 stolna bolta í leik. Dwyane Wade kom næstur með 2,19 og Jason Kidd þriðji með 1,98. Shaquille O´Neal hjá Phoenix var með bestu skotnýtinguna í tíunda sinn á ferlinum sem er met. Hann átti gamla metið með Wilt Chamberlain. O´Neal nýtti 60,88% skota sinna í vetur, Nene Hilario hjá Denver 60,37% og Andris Biedrins hjá Golden State 57,79% David Lee hjá New York náði flestum tvennum í vetur (yfir 10 í tveimur tölfræðiþáttum) eða 65. Dwight Howard náði 63 tvennum og Chris Paul hjá New Orleans 50 slíkum. LeBron James náði 7 þreföldum tvennum í vetur (yfir 10 í þremur tölfræðiþáttum). Jason Kidd náði 6 þrennum og Jason Kidd 3, þar af einni í síðasta leik tímabilsins í nótt.
NBA Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira