Yfir 50 breskar krár loka í hverri viku vegna kreppunnar 22. júlí 2009 10:39 Fjármálakreppan hefur leikið Breta svo grátt að fleiri og fleiri þeirra velja nú að drekka heima hjá sér fremur en á kránni. Þetta hefur valdið því að rúmlega 50 breskar krár loka nú og hætta rekstri í hverri viku. Samkvæmt upplýsingum frá samtökum kráareigenda í Bretlandi (BBPA) eru lokanir á krám núna orðnar þriðjungi fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í sögu samtakanna. Það eru einkum hefðbundnar litlar hverfiskrár sem verða fyrir barðinu á kreppunni en stærri staðir sem bjóða einnig upp á matsölu standa betur, þó ekki muni miklu. Fastagestir hverfiskránna eru hinsvegar horfnir af vettvangi í miklum mæli. Talsmaður BBPA segir að kreppan sé ástæðan fyrir þessari þróun. „Færra fólk fer út að skemmta sér en áður og færri kaupa sér ölglas eða drykk á krám eða börum," segir talsmaðurinn. Þótt krárnar reyni hvað þær geta til að aðlaga sig að nýjum tímum bendir talsmaðurinn á að hverfiskrá í smábæ eigi aldrei möguleika á því að verða eftirsótt krá í stórborg. Á síðasta ári, áður en kreppan varð alvarleg, fækkaði krám á Bretlandseyjum um 2.400. Um síðustu áramót voru rúmlega 53.000 krár starfandi í landinu. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fjármálakreppan hefur leikið Breta svo grátt að fleiri og fleiri þeirra velja nú að drekka heima hjá sér fremur en á kránni. Þetta hefur valdið því að rúmlega 50 breskar krár loka nú og hætta rekstri í hverri viku. Samkvæmt upplýsingum frá samtökum kráareigenda í Bretlandi (BBPA) eru lokanir á krám núna orðnar þriðjungi fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í sögu samtakanna. Það eru einkum hefðbundnar litlar hverfiskrár sem verða fyrir barðinu á kreppunni en stærri staðir sem bjóða einnig upp á matsölu standa betur, þó ekki muni miklu. Fastagestir hverfiskránna eru hinsvegar horfnir af vettvangi í miklum mæli. Talsmaður BBPA segir að kreppan sé ástæðan fyrir þessari þróun. „Færra fólk fer út að skemmta sér en áður og færri kaupa sér ölglas eða drykk á krám eða börum," segir talsmaðurinn. Þótt krárnar reyni hvað þær geta til að aðlaga sig að nýjum tímum bendir talsmaðurinn á að hverfiskrá í smábæ eigi aldrei möguleika á því að verða eftirsótt krá í stórborg. Á síðasta ári, áður en kreppan varð alvarleg, fækkaði krám á Bretlandseyjum um 2.400. Um síðustu áramót voru rúmlega 53.000 krár starfandi í landinu.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira