Segir spákaupmenn keyra upp olíuverðið 22. maí 2009 14:47 Sandrine Törstad markaðssérfræðingur hjá Statoil í Noregi segir að spákaupmenn keyri upp heimsmarkaðsverð á olíu þessa daganna. Olíuverðið fór yfir 60 dollara á tunnuna í vikunni og er nú 60,9 dollarar á Norðursjávarolíunni og 61,8 á WTI olíunni í Bandaríkjunum m.v. afhendingu í júlí. „Við áttum ekki von á að olíuverðið myndi hækka svona hratt á svo skömmum tíma. Þessi uppgangur er það sem komið hefur mér mest á óvart síðasta hálfa árið,"segir Törstad í samtali við vefsíðuna e24.no og bætir því við að spár þeirra um áramótin síðustu gerðu ráð fyrir að olíuverðið yrði í kringum 45 dollarar í dag. Törstad segir að grunntölurnar sýni að olíuverð ætti ekki fara hækkandi nú eins og raunin er. „Tölurnar tala sínu máli. Eftirspurnin minnkar stöðugt og olíubirgðirnar hlaðast upp," segir Törstad. „Það er fjármálamarkaðurinn og sálfærðin sem halda verðinu uppi." Törstad segir að lágt olíuverð komi efnahag og fyrirtækjum heimsins til góða. Sögulega séð hafi Dow Jones vísitalan hreyfst upp og niður öfugt við olíuverðið. Nú fari þetta tvennt saman. Hún skýrir þetta með því að fjármálamarkaðirnir hafi yfirtekið olíuviðskiptin. „Fjárfestar eru komnir yfir í olíuviðskiptin þannig að verðið stýrist í meira mæli af framtíðarbjartsýni og áhættusækni," segir Törstad. Hún nefnir einnig þá staðreynd að það voru fjármálamarkaðirnir sem keyrðu olíuverðið upp í 147 dollara á tunnuna í fyrra. „Og það voru einnig þeir sem sáu um að verðfallið varð gífurlegt síðasta haust," segir Törstad. „Uppganginum í olíuverðinu að undanförnu er stjórnað af spákaupmönnum." Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sandrine Törstad markaðssérfræðingur hjá Statoil í Noregi segir að spákaupmenn keyri upp heimsmarkaðsverð á olíu þessa daganna. Olíuverðið fór yfir 60 dollara á tunnuna í vikunni og er nú 60,9 dollarar á Norðursjávarolíunni og 61,8 á WTI olíunni í Bandaríkjunum m.v. afhendingu í júlí. „Við áttum ekki von á að olíuverðið myndi hækka svona hratt á svo skömmum tíma. Þessi uppgangur er það sem komið hefur mér mest á óvart síðasta hálfa árið,"segir Törstad í samtali við vefsíðuna e24.no og bætir því við að spár þeirra um áramótin síðustu gerðu ráð fyrir að olíuverðið yrði í kringum 45 dollarar í dag. Törstad segir að grunntölurnar sýni að olíuverð ætti ekki fara hækkandi nú eins og raunin er. „Tölurnar tala sínu máli. Eftirspurnin minnkar stöðugt og olíubirgðirnar hlaðast upp," segir Törstad. „Það er fjármálamarkaðurinn og sálfærðin sem halda verðinu uppi." Törstad segir að lágt olíuverð komi efnahag og fyrirtækjum heimsins til góða. Sögulega séð hafi Dow Jones vísitalan hreyfst upp og niður öfugt við olíuverðið. Nú fari þetta tvennt saman. Hún skýrir þetta með því að fjármálamarkaðirnir hafi yfirtekið olíuviðskiptin. „Fjárfestar eru komnir yfir í olíuviðskiptin þannig að verðið stýrist í meira mæli af framtíðarbjartsýni og áhættusækni," segir Törstad. Hún nefnir einnig þá staðreynd að það voru fjármálamarkaðirnir sem keyrðu olíuverðið upp í 147 dollara á tunnuna í fyrra. „Og það voru einnig þeir sem sáu um að verðfallið varð gífurlegt síðasta haust," segir Törstad. „Uppganginum í olíuverðinu að undanförnu er stjórnað af spákaupmönnum."
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira