„Hættum nú þessum kjánaskap góðir þingmenn“ 6. apríl 2009 15:49 Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, bað þingmenn um að hætta því sem hann kallaði kjánaskap. MYND/ Valgarður Gíslason Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vildu vita þegar þingfundur hófst að nýju klukkan þrjú hversu lengi fundurinn ætti að standa. Sturla Böðvarsson óskaði eftir því að hlé yrði gert á fundinum á meðan sjónvarpsútsending með frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi fer fram á Ísafirði kvöld. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, bað þingmenn um að hætta því sem hann kallaði kjánaskap. Þuríður Backman, varaforesti Alþingis, taldi rétt að hefja fundinn og meta síðar í dag hvernig tækist að fylgja áætlun. Á dagskrá var stjórnarskrárfrumvarp ríkisstjórnarinnar en 22 sjálfstæðismenn eru á mælendaskrá. Björn Bjarnason undraðist að Þuríður gæti ekki kveðið skýrar á um framhaldið og hvort hlé yrði gert á þingfundi vegna framboðsfundarins á Ísafirði. „Ég óska eftir því að hæstvirtur forseti úrskurði strax svo þingmenn átti sig á því hvernig unnt er að standa að þessum málum," sagði Björn. Mörður kvaðst vera ýmsu vanur en sagðist aldrei hafa heyrt annan eins málaflutning. Hann spáði því að þegar Reykjavíkurmótið í knattpsyrnu hefjist muni Sigurður Kári Kristjánsson fara fram á frí. „Og næst þegar Björn Bjarnason fer næst í saumaklúbb mun hann krefjast þess að þingið stöðvist. Hættum nú þessum kjánskap. Hættum nú þessum kjánaskap góðir þingmenn," sagði Mörður. „Þetta var nú með því ótrúlegara sem ég hef heyrt hér í þinginu," sagði Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði fráleitt að bera lýðræðislega framboðsfundi saman við kappleiki og saumaklúbba. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Tillögu Þorgerðar hafnað Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnarskrárfrumvarpið yrði sett aftur fyrir mikilvægari mál á dagskrá Alþingis var felld í dag. Þorgerður taldi brýnt að ræða frumvarp Össur Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, um heimild til samninga um fyrirhugað álver í Helguvík. 31 þingmenn voru andsnúnir tillögu Þorgerðar en 20 greiddu atkvæði með henni. 12 voru fjarstaddir. 6. apríl 2009 13:36 Algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði það algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt hvernig ríkisstjórnin þráast við. Þessi orð lét Illugi falla í umræðum um fundarstjórn forseta sem nú fer fram á Alþingi. Hart er tekist á og vilja sjálfstæðismenn fresta umræðum um stjórnarskrá og afgreiða mál er snerta fyrirtæki og heimili í landinu eins og þeir orða það. 6. apríl 2009 11:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vildu vita þegar þingfundur hófst að nýju klukkan þrjú hversu lengi fundurinn ætti að standa. Sturla Böðvarsson óskaði eftir því að hlé yrði gert á fundinum á meðan sjónvarpsútsending með frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi fer fram á Ísafirði kvöld. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, bað þingmenn um að hætta því sem hann kallaði kjánaskap. Þuríður Backman, varaforesti Alþingis, taldi rétt að hefja fundinn og meta síðar í dag hvernig tækist að fylgja áætlun. Á dagskrá var stjórnarskrárfrumvarp ríkisstjórnarinnar en 22 sjálfstæðismenn eru á mælendaskrá. Björn Bjarnason undraðist að Þuríður gæti ekki kveðið skýrar á um framhaldið og hvort hlé yrði gert á þingfundi vegna framboðsfundarins á Ísafirði. „Ég óska eftir því að hæstvirtur forseti úrskurði strax svo þingmenn átti sig á því hvernig unnt er að standa að þessum málum," sagði Björn. Mörður kvaðst vera ýmsu vanur en sagðist aldrei hafa heyrt annan eins málaflutning. Hann spáði því að þegar Reykjavíkurmótið í knattpsyrnu hefjist muni Sigurður Kári Kristjánsson fara fram á frí. „Og næst þegar Björn Bjarnason fer næst í saumaklúbb mun hann krefjast þess að þingið stöðvist. Hættum nú þessum kjánskap. Hættum nú þessum kjánaskap góðir þingmenn," sagði Mörður. „Þetta var nú með því ótrúlegara sem ég hef heyrt hér í þinginu," sagði Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði fráleitt að bera lýðræðislega framboðsfundi saman við kappleiki og saumaklúbba.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Tillögu Þorgerðar hafnað Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnarskrárfrumvarpið yrði sett aftur fyrir mikilvægari mál á dagskrá Alþingis var felld í dag. Þorgerður taldi brýnt að ræða frumvarp Össur Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, um heimild til samninga um fyrirhugað álver í Helguvík. 31 þingmenn voru andsnúnir tillögu Þorgerðar en 20 greiddu atkvæði með henni. 12 voru fjarstaddir. 6. apríl 2009 13:36 Algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði það algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt hvernig ríkisstjórnin þráast við. Þessi orð lét Illugi falla í umræðum um fundarstjórn forseta sem nú fer fram á Alþingi. Hart er tekist á og vilja sjálfstæðismenn fresta umræðum um stjórnarskrá og afgreiða mál er snerta fyrirtæki og heimili í landinu eins og þeir orða það. 6. apríl 2009 11:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Tillögu Þorgerðar hafnað Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnarskrárfrumvarpið yrði sett aftur fyrir mikilvægari mál á dagskrá Alþingis var felld í dag. Þorgerður taldi brýnt að ræða frumvarp Össur Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, um heimild til samninga um fyrirhugað álver í Helguvík. 31 þingmenn voru andsnúnir tillögu Þorgerðar en 20 greiddu atkvæði með henni. 12 voru fjarstaddir. 6. apríl 2009 13:36
Algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði það algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt hvernig ríkisstjórnin þráast við. Þessi orð lét Illugi falla í umræðum um fundarstjórn forseta sem nú fer fram á Alþingi. Hart er tekist á og vilja sjálfstæðismenn fresta umræðum um stjórnarskrá og afgreiða mál er snerta fyrirtæki og heimili í landinu eins og þeir orða það. 6. apríl 2009 11:45