Líf fjárfestis með súludönsurum og kókaíni 15. september 2009 10:15 Hinn þrítugi Tetsuya Ishikawa varð sterkefnaður á því að versla með „eitraða" skuldabréfavafninga. Nú er hann skilinn við konu sína sem er fyrrverandi súludansari, tugmilljóna bónusgreiðslur og lúxusbílinn. Í staðinn hefur hann skrifað bók um reynslu sína sem meðábyrgur fyrir fjármálakreppunni. Án nokkurrar sérmenntunnar fékk Ishikawa starf vorið 2001 hjá einum af virðingarmestu fjárfestingarbönkum heimsins. Á skrifstofu sinni í The City í Londin hafði hann það hlutverk að selja framandi vaxtabréf. „Og á meðan vinnudagur hans fór í að umskrifa rotin bandarísk lán og selja þau til fjárfesta um allan heim varð Ishikawa um leið einn af sökudólgum fjármálakreppunnar," segir í umfjöllun Dagens Næringsliv um bókina. Frá skrifstofunni í The City ferðaðist Ishikawa um heiminn í sex ár með undirmálslán og vafasama skuldabréfavafninga í skjalatöskunni fyrir banka á borð við Morgan Stanley, ABN Amro og Goldman Sachs. Hluti sem ofurfjárfesturinn Warren Buffett kallaði síðar „fjármálaleg gereyðingarvopn". Á þessum ferðum sínum fékk hann tugi milljóna kr. í laun og lifði alþjóðlegu lúxuslífi með frían aðgang að hóruhúsum, súludönsurum og kókaíni. Þessu greinir Ishikawa frá í bók sinni „How I caused the credit crunch". Bókin er skáldsaga en Ishikawa segir að 90% af söguhetjunni sé hann sjálfur. „Ég spilaði hlutverk í fjármálakreppunni. En það er fáránlegt að halda því fram að ein persóna eða einn banki hafi getað valdið þessari kreppu," segir Ishikawa. „Þetta var kerfiskreppa, ekki bara í fjármálalífinu heldur öllu samfélaginu. Við eigum öll saman sökina þótt við leitum nú að sökudólgum." Hinn þrítugi Ishikawa hefur nú snúið baki við fyrra lífi. Hann er giftur á ný og á tvö ung börn. Búinn að skipta á BMW X5 bílnum fyrir umhverfisvænan Toyota Prius og lifir nú á því að skrifa bækur. Í dag bendir Ishikawa á þrjár meginorsakir sem ollu kreppunni. Afbrigðileg neyslumenning og misskilningur um verðmæti fasteigna, yfirgengileg skammsýni og að verulega dró úr sparnaði fólks. Hann telur að allt samfélagið í heild sé meðábyrgt fyrir fjármálakreppunni. Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hinn þrítugi Tetsuya Ishikawa varð sterkefnaður á því að versla með „eitraða" skuldabréfavafninga. Nú er hann skilinn við konu sína sem er fyrrverandi súludansari, tugmilljóna bónusgreiðslur og lúxusbílinn. Í staðinn hefur hann skrifað bók um reynslu sína sem meðábyrgur fyrir fjármálakreppunni. Án nokkurrar sérmenntunnar fékk Ishikawa starf vorið 2001 hjá einum af virðingarmestu fjárfestingarbönkum heimsins. Á skrifstofu sinni í The City í Londin hafði hann það hlutverk að selja framandi vaxtabréf. „Og á meðan vinnudagur hans fór í að umskrifa rotin bandarísk lán og selja þau til fjárfesta um allan heim varð Ishikawa um leið einn af sökudólgum fjármálakreppunnar," segir í umfjöllun Dagens Næringsliv um bókina. Frá skrifstofunni í The City ferðaðist Ishikawa um heiminn í sex ár með undirmálslán og vafasama skuldabréfavafninga í skjalatöskunni fyrir banka á borð við Morgan Stanley, ABN Amro og Goldman Sachs. Hluti sem ofurfjárfesturinn Warren Buffett kallaði síðar „fjármálaleg gereyðingarvopn". Á þessum ferðum sínum fékk hann tugi milljóna kr. í laun og lifði alþjóðlegu lúxuslífi með frían aðgang að hóruhúsum, súludönsurum og kókaíni. Þessu greinir Ishikawa frá í bók sinni „How I caused the credit crunch". Bókin er skáldsaga en Ishikawa segir að 90% af söguhetjunni sé hann sjálfur. „Ég spilaði hlutverk í fjármálakreppunni. En það er fáránlegt að halda því fram að ein persóna eða einn banki hafi getað valdið þessari kreppu," segir Ishikawa. „Þetta var kerfiskreppa, ekki bara í fjármálalífinu heldur öllu samfélaginu. Við eigum öll saman sökina þótt við leitum nú að sökudólgum." Hinn þrítugi Ishikawa hefur nú snúið baki við fyrra lífi. Hann er giftur á ný og á tvö ung börn. Búinn að skipta á BMW X5 bílnum fyrir umhverfisvænan Toyota Prius og lifir nú á því að skrifa bækur. Í dag bendir Ishikawa á þrjár meginorsakir sem ollu kreppunni. Afbrigðileg neyslumenning og misskilningur um verðmæti fasteigna, yfirgengileg skammsýni og að verulega dró úr sparnaði fólks. Hann telur að allt samfélagið í heild sé meðábyrgt fyrir fjármálakreppunni.
Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira