Fótbolti

Ráðleggur ungum leikmönnum að spila utan Ítalíu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Casiraghi gefur skipanir.
Casiraghi gefur skipanir.

Pierluigi Casiraghi, U21 landsliðsþjálfari Ítalíu, gagnrýnir lið í ítölsku deildinni fyrir að gefa ungum leikmönnum ekki tækifæri. Hann ráðleggur efnilegum leikmönnum að leita sér að liði utan Ítalíu.

Hann tekur sóknarmanninn Guiseppe Rossi sem gott dæmi um mann sem tók rétt skref en Rossi fór í gegnum unglingastarf Manchester United og hélt síðan til Villareal eftir að hafa byrjað í unglingastarfi Parma.

„Í ítölsku deildinni skipta úrslitin meira máli en allt annað. Ef þú vinnur ekki leiki þá geturðu ekki treyst á unglingana. Ég tel því betra fyrir unga leikmenn að halda út og öðlast reynslu, " segir Casiraghi.

„Fyrir marga leikmenn stendur valið á milli þess að spila reglulega í B-deildinni eða vera varmaður í A-deildinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×