Enn fækkar í Frjálslynda flokknum 23. mars 2009 11:22 Ásgerður Jóna Flosadóttir. Ásgerður Jóna Flosadóttir sem nýverið var kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Hún segir að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vilji ekki gera nauðsynlegar breytingar á flokknum. Ásgerður var kjörin varaformaður á landsþingi sem haldið var fyrir níu dögum. Auk varaformennsku hefur Ásgerður verið formaður í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum. Jafnframt var búið að tilkynna að hún myndi leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en það hyggst hún ekki gera. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna í þingkosningunum 2007. Tveir þeirra Jón Magnússon og Kristinn H. Gunnarsson sögðu sig núverið úr flokknum. Þá sögðu formenn formenn kjördæmisráðanna í Reykavík fyrir skömmu einnig skilið við flokkinn. Flokknum barst þó liðstyrkur nýverið þegar að þingmaðurinn Karl V. Matthíasson gekk til liðs við flokkinn úr Samfylkingunni. Hann mun leiða flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum 25. apríl. Tilkynning Ásgerðar: Fyrir nokkru var ég kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins. Ég hef starfað fyrir Frjálslynda flokkinn af heilindum frá því að ég gekk í flokkinn á haustmánuðum 2006 og reynt að fá flokksfólk til að vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Ég hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn m.a. verið formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum, setið í miðstjórn flokksins og einnig skipaði ég annað sæti flokksins við þingkosningar 2007 í Reykjavík Norður. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar verða að bera virðingu fyrir sínum innri reglum og lögum og rækta af samviskusemi og koma fram við félaga sína af virðingu en á það hefur skort í FF. Ég hef gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að starfsmannamálum og mörgu fleiru í æðstu yfirstjórn flokksins. Nú er hins vegar ljóst að formaður flokksins ætlar sér ekki að að gera nauðsynlegar breytingar á starfsmannahaldi flokksins. Þá hefur því verið hafnað að standa löglega að uppstillingu á framboðslista flokksins í Suð Vestur kjördæmi en ég hef ítrekað gert athugasemdir við að uppstilling flokksins í því kjördæmi sé ólögleg þar sem ekki hafi verið boðað til fundar með löglegum hætti. Þann tíma sem ég hefi gengt starfi varaformanns Frjálslynda flokksins sé ég ekki að vilji sé til neinna breytinga. Flokkur sem virðist ekki geta haft stjórn á sínum innri málefnum er ekki nægilega trúverðugur að mínu mati, en nauðsynlegt er að stjórnmálaflokkar njóti trúverðugleika í þeirri endurreisn og uppbygginu sem framundan er í íslensku þjóðfélagi. Ég hef því ákveðið að segja af mér öllum trúnaðarstörfum á vegum flokksins þar með talið varaformennsku í flokkum og formennsku í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum og mun ekki taka sæti á framboðslista flokksins í næstu alþingiskosningum. Jafnframt tilkynni ég hér með að ég segi mig úr Frjálslynda flokknum frá og með deginum í dag. Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu samstarfsmönnum traustið sem þeir hafa sýnt mér og óska flokknum velfarnaðar. Reykjavík 23, mars 2009 Virðingarfyllst, Ásgerður Jóna Flosadóttir Kosningar 2009 Tengdar fréttir Sturla vörubílstjóri leiðir lista Frjálslynda flokksins Sturla Jónsson vörubílstjóri og Ásgerður Jóna Flosadóttir varaformaður Frjálslynda flokksins munu leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. 18. mars 2009 22:19 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ásgerður Jóna Flosadóttir sem nýverið var kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Hún segir að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vilji ekki gera nauðsynlegar breytingar á flokknum. Ásgerður var kjörin varaformaður á landsþingi sem haldið var fyrir níu dögum. Auk varaformennsku hefur Ásgerður verið formaður í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum. Jafnframt var búið að tilkynna að hún myndi leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en það hyggst hún ekki gera. Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna í þingkosningunum 2007. Tveir þeirra Jón Magnússon og Kristinn H. Gunnarsson sögðu sig núverið úr flokknum. Þá sögðu formenn formenn kjördæmisráðanna í Reykavík fyrir skömmu einnig skilið við flokkinn. Flokknum barst þó liðstyrkur nýverið þegar að þingmaðurinn Karl V. Matthíasson gekk til liðs við flokkinn úr Samfylkingunni. Hann mun leiða flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum 25. apríl. Tilkynning Ásgerðar: Fyrir nokkru var ég kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins. Ég hef starfað fyrir Frjálslynda flokkinn af heilindum frá því að ég gekk í flokkinn á haustmánuðum 2006 og reynt að fá flokksfólk til að vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Ég hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn m.a. verið formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum, setið í miðstjórn flokksins og einnig skipaði ég annað sæti flokksins við þingkosningar 2007 í Reykjavík Norður. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar verða að bera virðingu fyrir sínum innri reglum og lögum og rækta af samviskusemi og koma fram við félaga sína af virðingu en á það hefur skort í FF. Ég hef gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að starfsmannamálum og mörgu fleiru í æðstu yfirstjórn flokksins. Nú er hins vegar ljóst að formaður flokksins ætlar sér ekki að að gera nauðsynlegar breytingar á starfsmannahaldi flokksins. Þá hefur því verið hafnað að standa löglega að uppstillingu á framboðslista flokksins í Suð Vestur kjördæmi en ég hef ítrekað gert athugasemdir við að uppstilling flokksins í því kjördæmi sé ólögleg þar sem ekki hafi verið boðað til fundar með löglegum hætti. Þann tíma sem ég hefi gengt starfi varaformanns Frjálslynda flokksins sé ég ekki að vilji sé til neinna breytinga. Flokkur sem virðist ekki geta haft stjórn á sínum innri málefnum er ekki nægilega trúverðugur að mínu mati, en nauðsynlegt er að stjórnmálaflokkar njóti trúverðugleika í þeirri endurreisn og uppbygginu sem framundan er í íslensku þjóðfélagi. Ég hef því ákveðið að segja af mér öllum trúnaðarstörfum á vegum flokksins þar með talið varaformennsku í flokkum og formennsku í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum og mun ekki taka sæti á framboðslista flokksins í næstu alþingiskosningum. Jafnframt tilkynni ég hér með að ég segi mig úr Frjálslynda flokknum frá og með deginum í dag. Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu samstarfsmönnum traustið sem þeir hafa sýnt mér og óska flokknum velfarnaðar. Reykjavík 23, mars 2009 Virðingarfyllst, Ásgerður Jóna Flosadóttir
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Sturla vörubílstjóri leiðir lista Frjálslynda flokksins Sturla Jónsson vörubílstjóri og Ásgerður Jóna Flosadóttir varaformaður Frjálslynda flokksins munu leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. 18. mars 2009 22:19 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sturla vörubílstjóri leiðir lista Frjálslynda flokksins Sturla Jónsson vörubílstjóri og Ásgerður Jóna Flosadóttir varaformaður Frjálslynda flokksins munu leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. 18. mars 2009 22:19