Körfubolti

Stórleikur Brenton Birmingham dugði ekki í Hólminum

Brenton Birmingham átti frábæran leik í Hólminum í kvöld en varð að sætta sig við tap
Brenton Birmingham átti frábæran leik í Hólminum í kvöld en varð að sætta sig við tap Mynd/BB

Grindvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir sóttu Snæfell heim í Stykkishólm.

Leikurinn var æsispennandi en svo fór að lokum að Jón Jónsson tryggði heimamönnum 89-88 sigur með körfu þegar níu sekúndur voru til leiksloka.

Grindvíkingar fengu tækifæri til að klára leikinn í lokin en skot Arnars Jónssonar vildi ekki niður. Heitasti maður vallarins, Brenton Birmingham gat ekki tekið þátt í síðustu sókn Grindvíkinga þar sem hann var nýfarinn af velli með sína fimmtu villu.

Lucius Wagner skoraði 22 stig fyrir Snæfell, Sigurður Þorvaldsson 20, Jón Jónsson 17 og Hlynur Bæringsson 15. Snæfell styrkti með sigrinum stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar.

Brenton Birmingham var stórkostlegur í liði Grindavíkur og skoraði 48 stig, þar af níu þriggja stiga körfur. Páll Axel Vilbergsson og Nick Bradford skoruðu samanlagt 14 stig í leiknum.

ÍR vann nauman sigur á FSu í Seljaskóla 83-80 og Þór slátraði botnliði Skallagríms fyrir norðan 140-66.

Staðan í Iceland Express deild karla

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×