Lán til Íslands eykur fjárlagahallann í Svíþjóð 15. júní 2009 10:19 Sænski ríkisbankinn. Lánastofnun sænska ríkisins hækkaði á föstudaginn spár sínar um fjárlagahalla ríkisins fyrir árið 2009. Ástæðan er langvarandi efnahagsvandræði í landinu sökum fjármálakrísunnar í heiminum. Stofnunin segir að aukinn fjárlagahalli sé bein afleiðing aukinna lánveitinga sænska ríkisins til meðal annars Íslendinga og sænska seðlabankans. Sænski seðlabankinn hefur aðstoðað innlenda banka sem lánað hafa töluvert til eystrasaltsríkjanna en fjámálakrísan hefur komið hart niður á þeim löndum líkt og Íslandi. Lánastofnun sænska ríkisins mun lána sem samsvarar 100 milljörðum sænskra króna til sænska seðlabankans og 7 milljarða sænskra króna til Íslands, auk þess munu Svíar aðstoða Letta með lánveitingu sem samsvarar 8 milljörðum sænskra króna. Áætlað er að fjárlagahallinn í Svíþjóð á þessu ári muni nema 198 milljörðum sænskra króna, en það er um 47% aukning á spá frá því í mars sem hljóðaði upp á 135 milljarða króna fjárlagahalla. Árið 2010 er búist við að fjárlagahallinn fari niður í 72 milljarða sænskra króna sem er auk þess heldur meira en spár gerðu ráð fyrir í mars. Svíar voru með tekjuafgang sem nam 135 milljörðum sænskra króna árið 2008. Lánastofnunin telur að sænska hagkerfið komi til með að dragast saman um 4% á þessu ári, sem er umtalsvert meira en spár gerðu ráð fyrir í mars, en þá var vænst 2% samdáttar. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Lánastofnun sænska ríkisins hækkaði á föstudaginn spár sínar um fjárlagahalla ríkisins fyrir árið 2009. Ástæðan er langvarandi efnahagsvandræði í landinu sökum fjármálakrísunnar í heiminum. Stofnunin segir að aukinn fjárlagahalli sé bein afleiðing aukinna lánveitinga sænska ríkisins til meðal annars Íslendinga og sænska seðlabankans. Sænski seðlabankinn hefur aðstoðað innlenda banka sem lánað hafa töluvert til eystrasaltsríkjanna en fjámálakrísan hefur komið hart niður á þeim löndum líkt og Íslandi. Lánastofnun sænska ríkisins mun lána sem samsvarar 100 milljörðum sænskra króna til sænska seðlabankans og 7 milljarða sænskra króna til Íslands, auk þess munu Svíar aðstoða Letta með lánveitingu sem samsvarar 8 milljörðum sænskra króna. Áætlað er að fjárlagahallinn í Svíþjóð á þessu ári muni nema 198 milljörðum sænskra króna, en það er um 47% aukning á spá frá því í mars sem hljóðaði upp á 135 milljarða króna fjárlagahalla. Árið 2010 er búist við að fjárlagahallinn fari niður í 72 milljarða sænskra króna sem er auk þess heldur meira en spár gerðu ráð fyrir í mars. Svíar voru með tekjuafgang sem nam 135 milljörðum sænskra króna árið 2008. Lánastofnunin telur að sænska hagkerfið komi til með að dragast saman um 4% á þessu ári, sem er umtalsvert meira en spár gerðu ráð fyrir í mars, en þá var vænst 2% samdáttar.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira