Lést í flugslysinu í Vopnafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júlí 2009 18:35 Hafþór Hafsteinsson Mynd/ GVA Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í flugslysinu í Vopnafirði í gær þegar lítil einshreyfilsvél rakst á rafmagnsstreng og brotlenti. Félagi Hafþórs liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi en þeir voru báðir reyndir atvinnuflugmenn. Flugvélin var af gerðinni Cessna 180, samskonar þeirri sem hér sést. Henni hafði fyrr um daginn verið flogið til Vopnafjarðarflugvallar úr Mosfellsbæ. Það var svo laust fyrir klukkan fjögur sem mennirnir tveir hugðust fljúga til baka. Þeir tóku á loft til austurs og flugu í átt að veiðihúsinu á jörðinni Hvammsgerði við Selá en þar rakst vélin á rafmagnslínu og brotlenti. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson en hann byggði upp flugfélagið Atlanta með Arngrími Jóhannssyni og varð forstjóri þess árið 2001 eftir að hafa starfað meðal annars sem flugmaður hjá félaginu. Á starfstíma Hafþórs stækkaði flugfloti Atlanta úr tveimur vélum upp í sextíu. Hafþór varð síðar forstjóri Avion Group en fyrir þremur árum söðlaði hann um og gerðist stjórnarformaður Avion Aircraft Trading en þessar myndir voru teknar fyrir tveimur árum þegar félagið samdi við Airbus um smíði átta breiðþota. Hafþór kom víða við sögu íslenskra flugmála og í fyrra hafði hann forystu fyrir því að flugstjórnarklefi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, var keyptur til Flugsögusafns Íslands á Akureyri. Hafþór lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni. Hann var 43 ára. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í flugslysinu í Vopnafirði í gær þegar lítil einshreyfilsvél rakst á rafmagnsstreng og brotlenti. Félagi Hafþórs liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi en þeir voru báðir reyndir atvinnuflugmenn. Flugvélin var af gerðinni Cessna 180, samskonar þeirri sem hér sést. Henni hafði fyrr um daginn verið flogið til Vopnafjarðarflugvallar úr Mosfellsbæ. Það var svo laust fyrir klukkan fjögur sem mennirnir tveir hugðust fljúga til baka. Þeir tóku á loft til austurs og flugu í átt að veiðihúsinu á jörðinni Hvammsgerði við Selá en þar rakst vélin á rafmagnslínu og brotlenti. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson en hann byggði upp flugfélagið Atlanta með Arngrími Jóhannssyni og varð forstjóri þess árið 2001 eftir að hafa starfað meðal annars sem flugmaður hjá félaginu. Á starfstíma Hafþórs stækkaði flugfloti Atlanta úr tveimur vélum upp í sextíu. Hafþór varð síðar forstjóri Avion Group en fyrir þremur árum söðlaði hann um og gerðist stjórnarformaður Avion Aircraft Trading en þessar myndir voru teknar fyrir tveimur árum þegar félagið samdi við Airbus um smíði átta breiðþota. Hafþór kom víða við sögu íslenskra flugmála og í fyrra hafði hann forystu fyrir því að flugstjórnarklefi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, var keyptur til Flugsögusafns Íslands á Akureyri. Hafþór lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni. Hann var 43 ára.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira