Lést í flugslysinu í Vopnafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júlí 2009 18:35 Hafþór Hafsteinsson Mynd/ GVA Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í flugslysinu í Vopnafirði í gær þegar lítil einshreyfilsvél rakst á rafmagnsstreng og brotlenti. Félagi Hafþórs liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi en þeir voru báðir reyndir atvinnuflugmenn. Flugvélin var af gerðinni Cessna 180, samskonar þeirri sem hér sést. Henni hafði fyrr um daginn verið flogið til Vopnafjarðarflugvallar úr Mosfellsbæ. Það var svo laust fyrir klukkan fjögur sem mennirnir tveir hugðust fljúga til baka. Þeir tóku á loft til austurs og flugu í átt að veiðihúsinu á jörðinni Hvammsgerði við Selá en þar rakst vélin á rafmagnslínu og brotlenti. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson en hann byggði upp flugfélagið Atlanta með Arngrími Jóhannssyni og varð forstjóri þess árið 2001 eftir að hafa starfað meðal annars sem flugmaður hjá félaginu. Á starfstíma Hafþórs stækkaði flugfloti Atlanta úr tveimur vélum upp í sextíu. Hafþór varð síðar forstjóri Avion Group en fyrir þremur árum söðlaði hann um og gerðist stjórnarformaður Avion Aircraft Trading en þessar myndir voru teknar fyrir tveimur árum þegar félagið samdi við Airbus um smíði átta breiðþota. Hafþór kom víða við sögu íslenskra flugmála og í fyrra hafði hann forystu fyrir því að flugstjórnarklefi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, var keyptur til Flugsögusafns Íslands á Akureyri. Hafþór lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni. Hann var 43 ára. Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í flugslysinu í Vopnafirði í gær þegar lítil einshreyfilsvél rakst á rafmagnsstreng og brotlenti. Félagi Hafþórs liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi en þeir voru báðir reyndir atvinnuflugmenn. Flugvélin var af gerðinni Cessna 180, samskonar þeirri sem hér sést. Henni hafði fyrr um daginn verið flogið til Vopnafjarðarflugvallar úr Mosfellsbæ. Það var svo laust fyrir klukkan fjögur sem mennirnir tveir hugðust fljúga til baka. Þeir tóku á loft til austurs og flugu í átt að veiðihúsinu á jörðinni Hvammsgerði við Selá en þar rakst vélin á rafmagnslínu og brotlenti. Í slysinu lést Hafþór Hafsteinsson en hann byggði upp flugfélagið Atlanta með Arngrími Jóhannssyni og varð forstjóri þess árið 2001 eftir að hafa starfað meðal annars sem flugmaður hjá félaginu. Á starfstíma Hafþórs stækkaði flugfloti Atlanta úr tveimur vélum upp í sextíu. Hafþór varð síðar forstjóri Avion Group en fyrir þremur árum söðlaði hann um og gerðist stjórnarformaður Avion Aircraft Trading en þessar myndir voru teknar fyrir tveimur árum þegar félagið samdi við Airbus um smíði átta breiðþota. Hafþór kom víða við sögu íslenskra flugmála og í fyrra hafði hann forystu fyrir því að flugstjórnarklefi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, var keyptur til Flugsögusafns Íslands á Akureyri. Hafþór lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni. Hann var 43 ára.
Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira