Soros segir að versta kreppan heyri nú sögunni til 22. júní 2009 09:25 Ofurfjárfestirinn George Soros segir að það versta í fjármálakreppu heimsins sé nú að baki. Þetta kom fram í viðtali við hann á pólsku fréttastöðinni TVN24. Hann hvatti jafnframt til þess að alþjóðlegar reglur yrðu samdar til að hafa eftirlit með mörkuðum heimsins. „Það versta í kreppunni er örugglega að baki okkur," segir hinn 78 ára gamli ungversk ættaði Gyðingur en ræddi það ekki frekar og vildi heldur fjalla um hve kringstæðurnar væru einstakar í núverandi umróti. „Þessi kreppa er frábrugðin öðrum og markar endalok ákveðin tímabils," segir Soros. „Kerfið hefur hingað til verið byggt á þeirri blekkingu að markaðirnir geti náð jafnvægi af sjálfsdáðum og að kerfið rétti sjálft sig af." Hvað fyrrgreindar reglur varðar segir Soros að markmið þeirra ætti að vera að hafa stjórn á þeim bólum sem myndast. „Við þurfum alþjóðlegar reglur til að hafa hemil á alþjóðlegum mörkuðum," segir Soros. „Þetta verður ekki auðvelt en ef við náum þessu ekki mun kerfið hrynja." Aðspurður um hvort Pólland hefði komið betur út úr kreppunni ef landið hefði verið með evruna sem gjaldeyri sagði Soros svo vera. „Pólland, Ungverjaland og fleiri þjóðir nutu ekki verndar þar sem þau stóðu fyrir utan evrusvæðið," segir Soros. „Því gerðist það að bankar fóru að draga fé sitt út úr þessum löndum þegar Lehman Brothers urðu gjaldþrota." Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ofurfjárfestirinn George Soros segir að það versta í fjármálakreppu heimsins sé nú að baki. Þetta kom fram í viðtali við hann á pólsku fréttastöðinni TVN24. Hann hvatti jafnframt til þess að alþjóðlegar reglur yrðu samdar til að hafa eftirlit með mörkuðum heimsins. „Það versta í kreppunni er örugglega að baki okkur," segir hinn 78 ára gamli ungversk ættaði Gyðingur en ræddi það ekki frekar og vildi heldur fjalla um hve kringstæðurnar væru einstakar í núverandi umróti. „Þessi kreppa er frábrugðin öðrum og markar endalok ákveðin tímabils," segir Soros. „Kerfið hefur hingað til verið byggt á þeirri blekkingu að markaðirnir geti náð jafnvægi af sjálfsdáðum og að kerfið rétti sjálft sig af." Hvað fyrrgreindar reglur varðar segir Soros að markmið þeirra ætti að vera að hafa stjórn á þeim bólum sem myndast. „Við þurfum alþjóðlegar reglur til að hafa hemil á alþjóðlegum mörkuðum," segir Soros. „Þetta verður ekki auðvelt en ef við náum þessu ekki mun kerfið hrynja." Aðspurður um hvort Pólland hefði komið betur út úr kreppunni ef landið hefði verið með evruna sem gjaldeyri sagði Soros svo vera. „Pólland, Ungverjaland og fleiri þjóðir nutu ekki verndar þar sem þau stóðu fyrir utan evrusvæðið," segir Soros. „Því gerðist það að bankar fóru að draga fé sitt út úr þessum löndum þegar Lehman Brothers urðu gjaldþrota."
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira