Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur þingmönnum í RN 14. apríl 2009 16:07 Sigurður Kári Kristjánsson nær ekki þingsæti, gangi niðurstöður könnunar Capacent Gallup eftir. Mynd/ Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn fengi einungis tvo kjördæmakjörna þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið. Einungis þrír flokkar fengu kjördæmakjörna þingmenn. O - listi Borgarahreyfingarinnar fær 8,1%, en það nægir samt ekki til að hreyfingin komi manni á þing. Sjálfstæðisflokkurinn tapar 14,4 prósentustigum frá kosningunum, fer úr 36,4% í 22%. Ef þetta yrðu úrslit kosninganna myndi flokkurinn tapa tveimur þingmönnum frá kosningunum og fengi tvo, þá Illuga Gunnarsson og Pétur Blöndal, en hvorki Sigurður Kári Kristjánsson né Ásta Möller kæmust á þing sem kjördæmakjörnir þingmenn. Samfylkingin fær stuðning 34,3% og bætir við sig 5,1 prósentustigi frá kosningunum og einum manni. Vinstri hreyfingin-grænt framboð bætir við sig heilum 12,2 prósentustigum og fær 29,1% í könnuninni. Vinstri-græn fengju þrjá þingmenn og bættu við sig einum manni. Niðurstöðurnar eru úr net- og símakönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 8. til 13. apríl 2009. Úrtakið í netkönnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Capacent Gallup en úrtakið í símakönnuninni var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Heildarúrtaksstærð var 800 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 60,5%. Vikmörk fyrir fylgi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru 4,8% en vikmörk fyrir Sjálfstæðisflokkinn 4,2%. Kosningar 2009 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fengi einungis tvo kjördæmakjörna þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið. Einungis þrír flokkar fengu kjördæmakjörna þingmenn. O - listi Borgarahreyfingarinnar fær 8,1%, en það nægir samt ekki til að hreyfingin komi manni á þing. Sjálfstæðisflokkurinn tapar 14,4 prósentustigum frá kosningunum, fer úr 36,4% í 22%. Ef þetta yrðu úrslit kosninganna myndi flokkurinn tapa tveimur þingmönnum frá kosningunum og fengi tvo, þá Illuga Gunnarsson og Pétur Blöndal, en hvorki Sigurður Kári Kristjánsson né Ásta Möller kæmust á þing sem kjördæmakjörnir þingmenn. Samfylkingin fær stuðning 34,3% og bætir við sig 5,1 prósentustigi frá kosningunum og einum manni. Vinstri hreyfingin-grænt framboð bætir við sig heilum 12,2 prósentustigum og fær 29,1% í könnuninni. Vinstri-græn fengju þrjá þingmenn og bættu við sig einum manni. Niðurstöðurnar eru úr net- og símakönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 8. til 13. apríl 2009. Úrtakið í netkönnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Capacent Gallup en úrtakið í símakönnuninni var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Heildarúrtaksstærð var 800 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 60,5%. Vikmörk fyrir fylgi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru 4,8% en vikmörk fyrir Sjálfstæðisflokkinn 4,2%.
Kosningar 2009 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira