Fleiri kvennforstjórar í Mongólíu en í Danmörku 9. nóvember 2009 10:34 Aðeins tíundi hver forstjóri í toppstöðum í Danmörku er kona og það hlutfall er minna en gengur og gerist í Mongólíu. Töluverð umræða hefur spunnist um þetta í dönskum fjölmiðlum enda telja Danir sig vera í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Í frétt um málið á börsen.dk segir að lönd á borð við Mongólíu, Botswana og Uganda hafi fyrir löngu skriðið framúr Danmörku þegar kemur að jafnrétti kynjanna í toppstöðum. Þetta má sjá í nýlegri skýrslu World Economic Forum (WEF) um málið. Anette Brochorst, prófessor við háskólann í Aalborg og einn fremsti sérfræðingur Dana í jafnréttismálum, segir að þessar upplýsingar í WEF séu „pínlegar" fyrir Danmörku. „Þetta er ekki hvað síst merkilegt í ljósi þess að þarna aðskilur Danmörk sig verulega frá hinum Norðurlandanna," segir Brochorst. Staðreyndin er nefnilega sú, eins og áður hefur komið fram, að samkvæmt skýrslu WEF halda Ísland, Finnland, Noregur og Svíþjóð stöðu sinni sem þau lönd sem eru með hlutfallslega flestar konur í toppstöðum í heiminum. Og hafa gert það fjögur ár í röð. Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Aðeins tíundi hver forstjóri í toppstöðum í Danmörku er kona og það hlutfall er minna en gengur og gerist í Mongólíu. Töluverð umræða hefur spunnist um þetta í dönskum fjölmiðlum enda telja Danir sig vera í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Í frétt um málið á börsen.dk segir að lönd á borð við Mongólíu, Botswana og Uganda hafi fyrir löngu skriðið framúr Danmörku þegar kemur að jafnrétti kynjanna í toppstöðum. Þetta má sjá í nýlegri skýrslu World Economic Forum (WEF) um málið. Anette Brochorst, prófessor við háskólann í Aalborg og einn fremsti sérfræðingur Dana í jafnréttismálum, segir að þessar upplýsingar í WEF séu „pínlegar" fyrir Danmörku. „Þetta er ekki hvað síst merkilegt í ljósi þess að þarna aðskilur Danmörk sig verulega frá hinum Norðurlandanna," segir Brochorst. Staðreyndin er nefnilega sú, eins og áður hefur komið fram, að samkvæmt skýrslu WEF halda Ísland, Finnland, Noregur og Svíþjóð stöðu sinni sem þau lönd sem eru með hlutfallslega flestar konur í toppstöðum í heiminum. Og hafa gert það fjögur ár í röð.
Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira