Verður Boston nítjánda fórnarlamb Cleveland í röð? 9. janúar 2009 16:40 Paul Pierce og LeBron James leiða saman hesta sína á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt NordicPhotos/GettyImages Sannkallaður risaleikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt þegar Cleveland tekur á móti meisturum Boston. Cleveland hefur unnið átján leiki í röð á heimavelli sínum Quicken Loans Arena. Cleveland er í efsta sæti NBA deildarinnar ásamt LA Lakers með 28 sigra og aðeins sex töp, en Boston er ekki langt þar á eftir með 29 sigra og átta töp. Meistararnir hafa hinsvegar verið langt frá sínu besta upp á síðkastið og hafa tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir ótrúlega 27-2 byrjun. Það má því segja að Quicken Loans Arena með 20,000 öskrandi aðdáendur Cleveland sé góður staður fyrir meistara Boston til að hrökkva í gang á ný. "Þetta er ekki slæm prófraun fyrir okkur. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur. Cleveland er að spila ótrúlega vel um þessar mundir. Kannski verður þessi leikur til að kveikja í okkur aftur - hver veit?" sagði Doc Rivers þjálfari Boston. Boston og Cleveland eru langbestu liðin í Austurdeildinni ef tekið er mið af töflunni og þau mættust í sögulegu einvígi í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrravor. Boston hafði þá betur í sjö leikja rimmu þar sem liðið kláraði dæmið á heimavelli í oddaleik. "Við munum enn eftir þessu einvígi, en menn verða að halda áfram ótrauðir. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr fortíðinni í þessari deild," sagði LeBron James hjá Cleveland sem margir kalla besta körfuboltamann heims í dag. Paul Pierce fyrirliði Boston og besti maður lokaúrslitanna í fyrra, veit alveg við hverju má búast í Cleveland í kvöld. "Þetta er lið sem við sigruðum í úrslitakeppninni í fyrra. Þeir eru besta heimavallarliðið í deildinni og hafa eflaust hlakkað mikið til þessa leiks. Þeir munu mæta okkur af mikilli hörku og við verðum að svara þeim, því við vitum vel að þessi lið munu væntanlega mætast fyrr eða síðar í úrslitakeppninni," sagði Pierce. Bæði lið eru með flesta sína menn heila en þó leikur Cleveland án miðherjans Zydrunas Illgauskas sem er meiddur og hefur Brasilíumaðurinn Anderson Varejao fyllt stöðu hans í byrjunarliðinu. NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Sannkallaður risaleikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt þegar Cleveland tekur á móti meisturum Boston. Cleveland hefur unnið átján leiki í röð á heimavelli sínum Quicken Loans Arena. Cleveland er í efsta sæti NBA deildarinnar ásamt LA Lakers með 28 sigra og aðeins sex töp, en Boston er ekki langt þar á eftir með 29 sigra og átta töp. Meistararnir hafa hinsvegar verið langt frá sínu besta upp á síðkastið og hafa tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir ótrúlega 27-2 byrjun. Það má því segja að Quicken Loans Arena með 20,000 öskrandi aðdáendur Cleveland sé góður staður fyrir meistara Boston til að hrökkva í gang á ný. "Þetta er ekki slæm prófraun fyrir okkur. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur. Cleveland er að spila ótrúlega vel um þessar mundir. Kannski verður þessi leikur til að kveikja í okkur aftur - hver veit?" sagði Doc Rivers þjálfari Boston. Boston og Cleveland eru langbestu liðin í Austurdeildinni ef tekið er mið af töflunni og þau mættust í sögulegu einvígi í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrravor. Boston hafði þá betur í sjö leikja rimmu þar sem liðið kláraði dæmið á heimavelli í oddaleik. "Við munum enn eftir þessu einvígi, en menn verða að halda áfram ótrauðir. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr fortíðinni í þessari deild," sagði LeBron James hjá Cleveland sem margir kalla besta körfuboltamann heims í dag. Paul Pierce fyrirliði Boston og besti maður lokaúrslitanna í fyrra, veit alveg við hverju má búast í Cleveland í kvöld. "Þetta er lið sem við sigruðum í úrslitakeppninni í fyrra. Þeir eru besta heimavallarliðið í deildinni og hafa eflaust hlakkað mikið til þessa leiks. Þeir munu mæta okkur af mikilli hörku og við verðum að svara þeim, því við vitum vel að þessi lið munu væntanlega mætast fyrr eða síðar í úrslitakeppninni," sagði Pierce. Bæði lið eru með flesta sína menn heila en þó leikur Cleveland án miðherjans Zydrunas Illgauskas sem er meiddur og hefur Brasilíumaðurinn Anderson Varejao fyllt stöðu hans í byrjunarliðinu.
NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn