Sigurður Kári Kristjánsson er dottin út af þingi þegar að lokatölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður hafa verið talin.
Þetta þýðir að tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu eru dottnir út af þingi því Ásta Möller var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á eftir Sigurði Kára. Sigurður Kári gæti átt eftir að detta inn sem jöfnunarmaður þegar að líður á nóttina en nánast má fullyrða að Ásta Möller sé á leið í atvinnuleit.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er inni sem jöfnunarmaður.
Niðurstaðan er þessi þegar öll atkvæði hafa verið talin í Reykjavík norður.
Framsóknarflokkurinn 3375 - 1 kjörinn þingmaður
Sjálfstæðisflokkurinn 7508 - 2 kjörnir þingmenn
Frjálslyndi flokkurinn 556 - 0 kjörinn þingmaður
Borgarahreyfingin 3357 - 1 kjörinn þingmaður
Lýðræðishreyfingin 325 - 0 kjörinn þingmaður
Samfylkingin 11568 - 4 kjörnir þingmenn
Vinstri hreyfingin grænt framboð 8432 - 3 kjörnir þingmenn