Körfubolti

Flake hættur hjá Tindastóli

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/E. Stefán
Mynd/E. Stefán

Darrell Flake leikur ekki meira með Tindastóli á tímabilinu og heldur heim til Bandaríkjanna á miðvikudag. Frá þessu er greint á vefsíðunni karfan.is.

Flake hefur átt við meiðsli í hné að stríða og segir hann Tindastólsmenn hafa viljað fá leikmann sem gæti verið á fullu heilan leik. Flake hefur leikið með fimm félögum hér á landi og skorað að meðaltali 23,3 stig í leik í úrvalsdeildinni.

Í stað Flake kemur leikmaður að nafni Alphonso Puch til Tindastóls. Samkvæmt heimasíðu félagsins fær hann að sýna sig með þann möguleika að fá samning næsta vetur. Puch er rúmlega tveggja metra framherji sem lék á sínum tíma með Chattanooga háskólanum í Tennessee. Hann er kominn til landsins og leikur væntanlega með í heimaleiknum gegn Þór á föstudaginn kemur.

Tindastóll er í 7. - 10. sæti deildarinnar með 14 stig en þrjú önnur lið eru með sama stigafjölda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×