Blásið til nýrrar Búsáhaldabyltingar Breki Logason skrifar 2. apríl 2009 14:09 Frá mótmælunum fyrir fram Alþingishúsið í janúar. Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum. „Fólk er bara hvatt til þess að mæta og búa til hávaða. Þannig ætlum við að láta í ljós hvað okkur finnst um þessa afstöðu sjálfstæðismanna. Það er búið að sýna sig að þjóðin vill stjórnlagaþing. Þessi afstaða sjálfstæðismanna sýnir okkur hver hugur þeirra er gagnvart þessari þjóð, því með stjórnlagaþingi glopra þeir úr höndum sér völdum sem þeir geta gengið að vísum í dag," segir Heiða. Heiða er á lista Borgarahreyfingarinnar, þó mjög aftarlega, og segist vera hálfgert uppfyllignarefni. „Ég hef samt verið að vinna með þeim á fullu og það er mjög skemmtilegt að hitta fólk og ræða pólitík. Núna er það nefnilega þannig að þegar maður ræðir pólitík við fólk er maður að ræða hugsjónir, ég man ekki eftir að hafa gert það áður. Fólk er stútfullt af hugsjónum og vill vinna fyrir landið sitt." Aðspurð hvort Borgarahreyfingin sé bjartsýn á komandi kosningar bendir Heiða á að þremur vikum eftir að tilkynnt var um framboð hafi hreyfingin mælst með 2,4% fylgi og eftir fjórar vikur var fylgið komið í 3,7% fylgi. „Það er búið að búa til svo mikið af hindrunum fyrir ný framboð og fjórflokkarnir hafa séð til þess að enginn komist þangað inn. Við finnum samt mikinn meðbyr og skoðanakannanir sýna að óákveðnir eru óvenju margir." Heiða segist finna fyrir því að Ísland sé breytt og fólk láti ekki hræðsluáróður ráða því hvernig það kjósi. Hún bendir á byltinguna sem var í VR þar sem sitjandi stjórn var komið frá völdum. „Það er einhver bylgja í þessu samfélagi og við erum vongóð." Hún segir fólk úr Borgarahreyfingunni ætla að fjölmenna og láta í sér heyra við Alþingi í dag og í kvöld. „Vonandi sjáum við sem flesta því þetta er hluti af kröfum búsáhaldarbyltingarinnar. Við verðum að fylgja henni eftir og sýna að okkur er alvara. Við viljum lýðræðislegra samfélag." Kosningar 2009 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum. „Fólk er bara hvatt til þess að mæta og búa til hávaða. Þannig ætlum við að láta í ljós hvað okkur finnst um þessa afstöðu sjálfstæðismanna. Það er búið að sýna sig að þjóðin vill stjórnlagaþing. Þessi afstaða sjálfstæðismanna sýnir okkur hver hugur þeirra er gagnvart þessari þjóð, því með stjórnlagaþingi glopra þeir úr höndum sér völdum sem þeir geta gengið að vísum í dag," segir Heiða. Heiða er á lista Borgarahreyfingarinnar, þó mjög aftarlega, og segist vera hálfgert uppfyllignarefni. „Ég hef samt verið að vinna með þeim á fullu og það er mjög skemmtilegt að hitta fólk og ræða pólitík. Núna er það nefnilega þannig að þegar maður ræðir pólitík við fólk er maður að ræða hugsjónir, ég man ekki eftir að hafa gert það áður. Fólk er stútfullt af hugsjónum og vill vinna fyrir landið sitt." Aðspurð hvort Borgarahreyfingin sé bjartsýn á komandi kosningar bendir Heiða á að þremur vikum eftir að tilkynnt var um framboð hafi hreyfingin mælst með 2,4% fylgi og eftir fjórar vikur var fylgið komið í 3,7% fylgi. „Það er búið að búa til svo mikið af hindrunum fyrir ný framboð og fjórflokkarnir hafa séð til þess að enginn komist þangað inn. Við finnum samt mikinn meðbyr og skoðanakannanir sýna að óákveðnir eru óvenju margir." Heiða segist finna fyrir því að Ísland sé breytt og fólk láti ekki hræðsluáróður ráða því hvernig það kjósi. Hún bendir á byltinguna sem var í VR þar sem sitjandi stjórn var komið frá völdum. „Það er einhver bylgja í þessu samfélagi og við erum vongóð." Hún segir fólk úr Borgarahreyfingunni ætla að fjölmenna og láta í sér heyra við Alþingi í dag og í kvöld. „Vonandi sjáum við sem flesta því þetta er hluti af kröfum búsáhaldarbyltingarinnar. Við verðum að fylgja henni eftir og sýna að okkur er alvara. Við viljum lýðræðislegra samfélag."
Kosningar 2009 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira