Eiður tippar á Chelsea og United 9. mars 2009 17:17 Eiður Smári Guðjohnsen Nordic Photos/Getty Images Eiður Smári Guðjohnsen hefur trú á að ensku liðin Chelsea og Manchester United muni komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í vikunni. Landsliðsmaðurinn sat fyrir svörum í viðtali á knattspyrnuvefnum goal.com í dag og þar var hann m.a. spurður út í möguleika Barcelona og fyrrum félaga sinna í Chelsea í keppninni. Barcelona þykir líklegasta liðið til að verða Evrópumeistari í vor að mati nokkurra veðbanka, en liðið á síðari leikinn við frönsku meistarana í Lyon á heimavelli í vikunni eftir 1-1 jafntefli í Frakklandi. "Við höfum ekki náð þeim úrslitum sem við hefðum viljað á undanförnum vikum en það breytir því ekki hvernig við nálgumst leiki okkar. Ég tek ekki mark á því hvaða lið eru talin sigurstranglegust því mér finnst ekkert eitt lið eiga skilið að vera kallað það," sagði Eiður. Hann hefur trú á að Barcelona geti slegið Lyon út úr keppninni þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta leik í fyrri viðureigninni. "Ég hugsa að Lyon muni nálgast síðari leikinn svipað og þann fyrri. Þeir voru fastir fyrir í vörninni og pressuðu á miðjunni," sagði Eiður. Chelsea seigara undir Hiddink Hann var líka spurður út í stjóraskiptin hjá Chelsea og möguleika fyrrum félaga sinna og Manchester United í Meistaradeildinni. "Ekkert kemur mér á óvart í fótboltanum lengur," sagði Eiður þegar hann var spurður út í brottrekstur Luiz Felipe Scolari. "Ég hef hinsvegar séð að Chelsea er seigara síðan Hiddink tók við. Þeir eru að vinna leiki og eru skipulagðir, en ég get ekki svarað því hvort Scolari fékk nógu mikinn tíma með liðið," sagði Eiður. "Ég hugsa að Chelsea muni hafa betur gegn Juventus af því liðið er með eins marks forystu. Ég kann vel við Claudio Ranieri (þjálfara Juventus) en ég sé ekki að Juventus hafi það sem til þarf til að vinna Chelsea," sagði Eiður, sem telur möguleika Manchester United líka góða. Heimavöllurinn vegur þungt "Það er erfitt að segja hvort Manchester United geti farið alla leið því það veltur mikið á því hvernig menn höndla leikjafjöldann og hvort þeir haldast heilir. Inter mun gera þeim erfitt fyrir en þeir gerðu vel í að ná jafntefli á Ítalíu og heimavöllurinn ætti því að skila United áfram í keppninni," sagði Eiður Smári. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hefur trú á að ensku liðin Chelsea og Manchester United muni komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í vikunni. Landsliðsmaðurinn sat fyrir svörum í viðtali á knattspyrnuvefnum goal.com í dag og þar var hann m.a. spurður út í möguleika Barcelona og fyrrum félaga sinna í Chelsea í keppninni. Barcelona þykir líklegasta liðið til að verða Evrópumeistari í vor að mati nokkurra veðbanka, en liðið á síðari leikinn við frönsku meistarana í Lyon á heimavelli í vikunni eftir 1-1 jafntefli í Frakklandi. "Við höfum ekki náð þeim úrslitum sem við hefðum viljað á undanförnum vikum en það breytir því ekki hvernig við nálgumst leiki okkar. Ég tek ekki mark á því hvaða lið eru talin sigurstranglegust því mér finnst ekkert eitt lið eiga skilið að vera kallað það," sagði Eiður. Hann hefur trú á að Barcelona geti slegið Lyon út úr keppninni þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta leik í fyrri viðureigninni. "Ég hugsa að Lyon muni nálgast síðari leikinn svipað og þann fyrri. Þeir voru fastir fyrir í vörninni og pressuðu á miðjunni," sagði Eiður. Chelsea seigara undir Hiddink Hann var líka spurður út í stjóraskiptin hjá Chelsea og möguleika fyrrum félaga sinna og Manchester United í Meistaradeildinni. "Ekkert kemur mér á óvart í fótboltanum lengur," sagði Eiður þegar hann var spurður út í brottrekstur Luiz Felipe Scolari. "Ég hef hinsvegar séð að Chelsea er seigara síðan Hiddink tók við. Þeir eru að vinna leiki og eru skipulagðir, en ég get ekki svarað því hvort Scolari fékk nógu mikinn tíma með liðið," sagði Eiður. "Ég hugsa að Chelsea muni hafa betur gegn Juventus af því liðið er með eins marks forystu. Ég kann vel við Claudio Ranieri (þjálfara Juventus) en ég sé ekki að Juventus hafi það sem til þarf til að vinna Chelsea," sagði Eiður, sem telur möguleika Manchester United líka góða. Heimavöllurinn vegur þungt "Það er erfitt að segja hvort Manchester United geti farið alla leið því það veltur mikið á því hvernig menn höndla leikjafjöldann og hvort þeir haldast heilir. Inter mun gera þeim erfitt fyrir en þeir gerðu vel í að ná jafntefli á Ítalíu og heimavöllurinn ætti því að skila United áfram í keppninni," sagði Eiður Smári.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Sjá meira