Sænsk herrasetur til sölu á tombóluverði 9. júlí 2009 11:05 Fjármálakreppan og lágt gengi sænsku krónunnar hefur gert það að verkum að nú er hægt að kaupa sænsk herrasetur (herregård) á tombóluverði. Dæmi eru um að verð á þeim hafi fallið niður í 60 milljónir kr. sem er svipað og kostar að kaupa fjögurra herbergja íbúð í Kaupmannahöfn. Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten vitnar blaðið í nýlega úttekt sem Dagens Industri í Svíþjóð gerði á þeim herrasetrum sem nú eru auglýst til sölu þar í landi. Hvað setrið sem er til sölu á 60 milljónir kr. eða 3,4 milljónir sænskra kr. varðar er þar um að ræða setur sem er 580 fm að stærð og fylgir lóð upp á 13.000 fm með í kaupunum. Setrið er staðsett við austurströnd Svíþjóðar í um 400 km fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Í Jyllands Posten segir að nú sé hægt að gera reyfarakaup á þessum markaði í Svíþjóð. Blaðið nefnir annað dæmi þar sem 850 fm herrasetur á Värmland svæðinu kostar 3,5 milljónir sænskra kr. Því setri fylgir svo 110.000 fm eða 11 hektara lóð. Bestu kaupin að mati Jyllands Posten eru þó í Surahammers herrasetrinu sem staðsett er vestur af Stokkhólmi. Það er 1.279 fm að stærð byggt í enskum kastalastíl árin 1856-1858. Því setri fylgir 30.000 fm lóð og verðmiðinn er 12,5 milljónir sænskra kr. eða 200 milljónir kr. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fjármálakreppan og lágt gengi sænsku krónunnar hefur gert það að verkum að nú er hægt að kaupa sænsk herrasetur (herregård) á tombóluverði. Dæmi eru um að verð á þeim hafi fallið niður í 60 milljónir kr. sem er svipað og kostar að kaupa fjögurra herbergja íbúð í Kaupmannahöfn. Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten vitnar blaðið í nýlega úttekt sem Dagens Industri í Svíþjóð gerði á þeim herrasetrum sem nú eru auglýst til sölu þar í landi. Hvað setrið sem er til sölu á 60 milljónir kr. eða 3,4 milljónir sænskra kr. varðar er þar um að ræða setur sem er 580 fm að stærð og fylgir lóð upp á 13.000 fm með í kaupunum. Setrið er staðsett við austurströnd Svíþjóðar í um 400 km fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Í Jyllands Posten segir að nú sé hægt að gera reyfarakaup á þessum markaði í Svíþjóð. Blaðið nefnir annað dæmi þar sem 850 fm herrasetur á Värmland svæðinu kostar 3,5 milljónir sænskra kr. Því setri fylgir svo 110.000 fm eða 11 hektara lóð. Bestu kaupin að mati Jyllands Posten eru þó í Surahammers herrasetrinu sem staðsett er vestur af Stokkhólmi. Það er 1.279 fm að stærð byggt í enskum kastalastíl árin 1856-1858. Því setri fylgir 30.000 fm lóð og verðmiðinn er 12,5 milljónir sænskra kr. eða 200 milljónir kr.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira