Toyota með mesta tap Japanssögu 9. maí 2009 09:00 uppgjörið kynnt Hann var ekki glaður forstjórinn Katsuaki Watanabe þegar afkoma bílaframleiðandans á síðasta ári var kynnt í gær. Fréttablaðið/AFP Japanski bílarisinn Toyota tapaði 765,8 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 968 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er mesta tap í japanskri fyrirtækjasögu og skrifast á snarminnkandi bílasölu um allan heim og styrkingu japanska jensins gagnvart Bandaríkjadal. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður Toyota, sem er umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi, 316,8 milljörðum jena. Stjórn bílaframleiðandans hefur ákveðið að skerða arðgreiðslur til hluthafa félagsins um helming vegna þessa. Arðgreiðslurnar, sem fram til þessa hafa verið greiddar út ársfjórðungslega, hljóðuðu í fyrra upp á 140 jen, jafnvirði 177 króna á hlut. Það er sömuleiðis í fyrsta sinn í áratug sem arðgreiðslur bílarisans hækka ekki. Bandaríska dagblaðið New York Times bendir á að þótt tap Toyota sé næstum tveimur milljörðum meira en GM í Bandaríkjunum, þá sé fáu við að líkja. Sjóðir þess bandaríska séu þurrausnir eftir áralangt hark. Toyota hafi á móti safnað fé í sjóði sem komi sér vel þegar harðni í ári. - jab Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Japanski bílarisinn Toyota tapaði 765,8 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 968 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er mesta tap í japanskri fyrirtækjasögu og skrifast á snarminnkandi bílasölu um allan heim og styrkingu japanska jensins gagnvart Bandaríkjadal. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður Toyota, sem er umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi, 316,8 milljörðum jena. Stjórn bílaframleiðandans hefur ákveðið að skerða arðgreiðslur til hluthafa félagsins um helming vegna þessa. Arðgreiðslurnar, sem fram til þessa hafa verið greiddar út ársfjórðungslega, hljóðuðu í fyrra upp á 140 jen, jafnvirði 177 króna á hlut. Það er sömuleiðis í fyrsta sinn í áratug sem arðgreiðslur bílarisans hækka ekki. Bandaríska dagblaðið New York Times bendir á að þótt tap Toyota sé næstum tveimur milljörðum meira en GM í Bandaríkjunum, þá sé fáu við að líkja. Sjóðir þess bandaríska séu þurrausnir eftir áralangt hark. Toyota hafi á móti safnað fé í sjóði sem komi sér vel þegar harðni í ári. - jab
Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira